03. júní 2022

Fundur félagsmanna Bílgreinasambandsins með starfsmönnum SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fundur félagsmanna Bílgreinasambandsins með starfsmönnum SA

Í gær fór fram kynningar- og fræðslufundur á vegum Samtaka atvinnulífsins fyrir félagsmenn Bílgreinasambandsins . Nýlega var Bílgreinasambandið sameinað Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) en með því urðu félagsmenn í Bílgreinasambandinu jafnframt félagsmenn Samtaka atvinnulífsins.

Það var í upphafi ársins 2021 sem stjórnir BGS og SVÞ ákváðu að hefja náið samstarf með það að markmiði að efla þjónustu við félagsmenn bæði hvað varðar samskipti við stjórnvöld, lögfræðileg álitamál auk fræðslu- og menntunarmála. Reynslan af þessu nána samstarfi var góð og á aðalfundum samtakanna sem fram fóru í febrúar og mars á þessu ári var formleg sameining samþykkt, en félögin sameinuðust formlega 1. apríl 2022.

Hlutverk Samtaka atvinnulífsins er margþætt en hluti starfseminnar er þjónusta og ráðgjöf við félagsmenn, ekki síst þegar kemur að starfsmanna- og kjaramálum. Með fundinum í gær gafst starfsfólki SA tækifæri til að kynna þjónustuna þessum nýju félagsmönnum auk þess að veita fræðslu um starfsmanna- og kjaramál, en innan vébanda BGS voru yfir 100 fyrirtæki við sameininguna. Mikil ánægja var með fundinn og Samtökin hlakka til frekara samstarfs.

Samtök atvinnulífsins fagna nýjum félagsmönnum og leggja sig fram við að veita þeim, sem og eldri félagsmönnum, framúrskarandi þjónustu og vinna að hagsmunum atvinnulífsins og þar með okkar allra.

Samtök atvinnulífsins