Samkeppnishæfni - 

25. Oktober 2005

Fundur á miðvikudag: Er allt á hreinu í þínu fyrirtæki?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fundur á miðvikudag: Er allt á hreinu í þínu fyrirtæki?

Miðvikudaginn 26. október verður haldinn fundur hjá Samtökum atvinnulífsins um áhættugreiningu og áhættumat í fyrirtækjum. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:30. Á fundinum verður fjallað um auknar kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja, framkvæmd áhættugreiningar og áhættumats og tækifæri sem fyrirtæki geta nýtt sér vegna þessa.

Miðvikudaginn 26. október verður haldinn fundur hjá Samtökum atvinnulífsins um áhættugreiningu og áhættumat í fyrirtækjum. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:30. Á fundinum verður fjallað um auknar kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja, framkvæmd áhættugreiningar og áhættumats og tækifæri sem fyrirtæki geta nýtt sér vegna þessa.

Í sífellt fleiri lögum og reglugerðum eru gerðar kröfur um að fyrirtæki geri sérstakt áhættumat, sem varðar bæði ytra umhverfi og innri starfsemi. Í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda er t.d. kveðið á um að fyrirtæki komi sér upp sérstökum viðbragðsáætlunum til að bregðast við bráðamengunarslysum. Á fundi SA verða veittar almennar upplýsingar um aðferðarfræðina sem liggur að baki áhættugreiningu og áhættumati, tilganginn, og tilgreint hvernig unnt sé að nýta þessa þætti til að ná betri árangri í rekstri fyrirtækja.

Dr. Björn Karlsson, brunamálastjóri flytur inngangserindi, en auk hans flytja erindi Gestur Pétursson, Inpro, Helgi Jensson, Umhverfisstofnun, og Inghildur Einarsdóttir, Vinnueftirlitinu. Sjá nánar dagskrá fundarins.

Skráning á sa@sa.is og í síma 591 00 00.

Samtök atvinnulífsins