Vinnumarkaður - 

05. febrúar 2013

Fundir SA á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn, Selfossi og Ísafirði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fundir SA á Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn, Selfossi og Ísafirði

Fundaröð SA um atvinnumál er nú í fullum gangi. Í dag kl. 17 er fundur á Sauðárkróki, en á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar, verða haldnir fundir á Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum. Fjallað verður um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar.

Fundaröð SA um atvinnumál er nú í fullum gangi. Í dag kl. 17 er fundur á Sauðárkróki, en á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar, verða haldnir fundir á Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum. Fjallað verður um mikilvægi þess að skapa fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör þjóðarinnar.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um tækifærin sem eru til staðar í atvinnulífinu og hvað þurfi að gera til að árangur náist.

Á Sauðárkróki mun Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK, taka til máls, á Akureyri rýnir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds í stöðuna, á Húsavík  mun Bergþór Bjarnason, útibússtjóri Landsbankans velta fyrir sér möguleikunum í atvinnulífinu og á Egilsstöðum stígur á stokk Auður Anna Ingólfsdóttir, hótelstjóri, Hótels Héraðs.

Á fimmtudag verður fundað á Höfn og Selfossi og á Ísafirði á föstudaginn. Guðmundur H. Gunnarsson, framleiðslustjóri, Skinneyjar Þinganess verður á fundi SA á Höfn, á Selfossi mun Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks taka þátt og á Ísafirði mun Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, ræða sóknarmöguleika.

Fleiri fundir verða auglýstir síðar en fundaröðin hófst í Vestmannaeyjum mánudaginn 4. febrúar.

Þátttakendur fá nýtt tímarit SA: Fleiri störf - betri störf.

Yfirlit funda SA og skráning er hér

Samtök atvinnulífsins