Vinnumarkaður - 

09. nóvember 2010

Fundaröð SA um Ísland hefst á Ísafirði í dag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fundaröð SA um Ísland hefst á Ísafirði í dag

Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda á landsbyggðinni um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn dagana 9.-12. nóvember. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum. Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins. Fundaröðin hefst með fundi í hádeginu þriðjudaginn 9. nóvember á Hótel Ísafirði. Í vikunni sækja SA einnig heim Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð en fleiri fundir verða auglýstir síðar.

Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda á landsbyggðinni um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn dagana 9.-12. nóvember. Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum. Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja, stórra sem smárra, eru hvattir til að mæta og taka þátt ásamt öllu áhugafólki um uppbyggingu atvinnulífsins. Fundaröðin hefst með fundi í hádeginu þriðjudaginn 9. nóvember á Hótel Ísafirði. Í vikunni sækja SA einnig heim Akureyri, Húsavík og Reyðarfjörð en fleiri fundir verða auglýstir síðar.

Fundirnir eru öllum opnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Skráning á fundinn á Ísafjörð er hér að neðan: 

Þriðjudaginn 9. nóvember á Ísafirði

Hótel Ísafirði kl. 12-14.  Léttur hádegisverður.  

Skrá þátttöku hér

Aðrir fundir SA 11. og 12. nóvember:

Yfirlit yfir fundi á Akureyri, Húsavík og Reyðarfirði hér.

Samtök atvinnulífsins