Efnahagsmál - 

13. október 2003

Full samstaða um að samningar séu virtir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Full samstaða um að samningar séu virtir

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að full samstaða sé um það á íslenskum vinnumarkaði að það eigi ekki að líða nein undanbrögð frá því að kjarasamningar séu virtir. Greint var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að meira en helmingur norskra fyrirtækja í verkstæðis- og byggingariðnaði hefði fengið tilboð um ódýrt erlent vinnuafl og sagði framkvæmdastjóri Starfsgreina-sambandsins að ýmis verktakafyrirtæki fylgdust vel með þróun mála við Kárahnjúka og þá með það í huga að nýta sér "ódýrt" erlent vinnuafl ef hægt yrði að komast upp með það.

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að full samstaða sé um það á íslenskum vinnumarkaði að það eigi ekki að líða nein undanbrögð frá því að kjarasamningar séu virtir. Greint var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að meira en helmingur norskra fyrirtækja í verkstæðis- og byggingariðnaði hefði fengið tilboð um ódýrt erlent vinnuafl og sagði framkvæmdastjóri Starfsgreina-sambandsins að ýmis verktakafyrirtæki fylgdust vel með þróun mála við Kárahnjúka og þá með það í huga að nýta sér "ódýrt" erlent vinnuafl ef hægt yrði að komast upp með það.

"Þau réttindi sem kjarasamningar skapa og aðrar reglur svo sem um lágmarkslaun, vinnutíma og annað eiga við um alla sem hérna starfa, hvaða sem þeir koma," segir Ari Edwald. "Það er að sjálfsögðu lögbrot ef undan því er vikist hér eins og að ég hygg í Noregi líka. Ég geri fastlega ráð fyrir að þau dæmi sem menn nefna frá Noregi séu lögbrot þar eins og þau myndu vera hér. Það er hagsmunamál fyrirtækjanna að það sé gengið eftir því að það fari allir að sömu reglum."

Samtök atvinnulífsins