Efnahagsmál - 

04. Maí 2006

Frumvarpi um aukna gjaldtöku af atvinnurekstri mótmælt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Frumvarpi um aukna gjaldtöku af atvinnurekstri mótmælt

Samtök atvinnulífsins mótmæla eindregið frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra. Í því felast víðtækar heimildir Landbúnaðarstofnunar og landbúnaðarráðherra til að innheimta gjald af atvinnurekstri þannig að jafngildir framsali skattlagningarvalds verði frumvarpið að lögum. Á það verður látið reyna.

Samtök atvinnulífsins mótmæla eindregið frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra. Í því felast víðtækar heimildir Landbúnaðarstofnunar og landbúnaðarráðherra til að innheimta gjald af atvinnurekstri þannig að jafngildir framsali skattlagningarvalds verði frumvarpið að lögum. Á það verður látið reyna.

Samtökin hvetja til þess að haft verði samráð við hagsmunaaðila þannig að unnt verði að koma máli þessu í þann búning að sátt geti um það ríkt vegna þess að hér er alls ekki verið að leggjast gegn því að greitt verði hóflegt og sanngjarnt gjald fyrir það eftirlit sem nauðsynlegt er. Einungis er verið að reyna að koma í veg fyrir eftirlitslausa, skefjalausa og ótakmarkaða gjaldtöku hins opinbera af atvinnufyrirtækjum undir því yfirskyni að um sé að ræða innheimtu á svokölluðum raunkostnaði við eftirlit sem engin takmörk eru þó lögð á eins og dæmin sanna.

Mál þetta á sér allnokkurn aðdraganda og er hann rakinn í umsögn SA um frumvarpið. Umsögnina má nálgast hér (PDF-skjal).

Samtök atvinnulífsins