Frumvarp til breytinga á lögum um stimpilgjald

Margrét Frímannsdóttir hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald, þar sem lagt er til að þau verði felld niður í áföngum af skjölum sem ekki ber skylda til að þinglýsa, og að stimpilgjald þinglýstra skjala skuli lækkað niður í raunkostnað við þá þjónustu sem veitt er við stimplunina. Sjá frumvarpið.