Vinnumarkaður - 

23. Nóvember 2001

Frjáls för fólks eftir stækkun ESB

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Frjáls för fólks eftir stækkun ESB

Ráðgjafanefnd EES hefur samþykkt ályktun um frjálsa för fólks í tengslum við stækkun ESB. Í ályktuninni kemur fram að sums staðar gæti ótta við að stækkun ESB kunni að leiða til mikils streymis íbúa nýju aðildarríkjanna til núverandi aðildarríkja í atvinnuleit, og að þetta kunni að hafa óæskileg efnahagsleg, félagsleg og menningarleg áhrif í núverandi aðildarríkjum. Rannsóknir hafi hins vegar leitt í ljós að ekki sé ástæða til að ætla að um mikinn fjölda verði að ræða, nema hugsanlega á landamærasvæðum við núverandi umsóknarríki. Á það er einnig bent að innan EES fari hlutfall fólks á eftirlaunaaldri hækkandi og að hugsanlegir fólksflutningar frá nýjum aðildarríkjum gætu því hjálpað til við að mæta eftirspurn á vinnumarkaði í núverandi aðildarríkjum.

Ráðgjafanefnd EES hefur samþykkt ályktun um frjálsa för fólks í tengslum við stækkun ESB. Í ályktuninni kemur fram að sums staðar gæti ótta við að stækkun ESB kunni að leiða til mikils streymis íbúa nýju aðildarríkjanna til núverandi aðildarríkja í atvinnuleit, og að þetta kunni að hafa óæskileg efnahagsleg, félagsleg og menningarleg áhrif í núverandi aðildarríkjum. Rannsóknir hafi hins vegar leitt í ljós að ekki sé ástæða til að ætla að um mikinn fjölda verði að ræða, nema hugsanlega á landamærasvæðum við núverandi umsóknarríki. Á það er einnig bent að innan EES fari hlutfall fólks á eftirlaunaaldri hækkandi og að hugsanlegir fólksflutningar frá nýjum aðildarríkjum gætu því hjálpað til við að mæta eftirspurn á vinnumarkaði í núverandi aðildarríkjum.

Sum aðildarríki ESB hafa viljað setja tveggja ára aðlögunartíma á frjálsa för fólks eftir stækkun, af fyrrnefndum ótta við áhrif mikils aðstreymis fólks frá nýjum aðildarríkjum. Önnur telja ekki ástæðu til slíks og er stefnan sú að ríkjum verði í sjálfsvald sett hvort þau viðhafi slíkan aðlögunartíma eður ei. EFTA aðildarríki EES hafa ekki séð ástæðu til að setja slíkan aðlögunartíma, að því er fram kemur í ályktuninni.

Sjá ályktun nefndarinnar:

Samtök atvinnulífsins