Vinnumarkaður - 

27. febrúar 2023

Frestun verkbanns til 6. mars 2023 

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Frestun verkbanns til 6. mars 2023 

Samtök atvinnulífsins tilkynna Eflingu – stéttarfélagi og ríkissáttasemjara um þá ákvörðun að fresta upphafi boðaðs, ótímabundins verkbanns um rúma 4 sólarhringa, þ.e. til kl. 16:00 mánudaginn 6. mars 2023.

Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir fundi með SA og Eflingu til að ráðgast um framlagningu miðlunartillögu. Samtök atvinnulífsins fresta því fyrirhuguðu verkbanni um rúma 4 sólarhringa að beiðni ríkissáttasemjara.

Engin viðtöl verða veitt fyrr en að loknum fundi SA með ríkissáttasemjara.

Boðsent bréf til Eflingar og ríkissáttasemjara

Samtök atvinnulífsins