Framleiðni í sjávarútvegi hátt í tvöfaldast frá árinu 1997

Í nýrri greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins um sjávarútveginn kemur fram að framleiðni í greininni hefur hátt í tvöfaldast frá árinu 1997. Helstu niðurstöður greiningarinnar,  þar sem m.a. verður fjallað um þjóðhagslegt mikilvægi íslensks sjávarútvegs og alþjóðlega sérstöðu, verða kynntar á Sjávarútvegsdeginum sem fram fer í Hörpu í fyrramálið kl. 8.30-10.

Eins og bent hefur verið á af aðilum á borð við McKinsey er framleiðni á Íslandi lág samanborið við önnur lönd en hún væri enn lakari ef ekki væri fyrir góða framleiðni í sjávarútvegi. Þetta skiptir landsmenn miklu máli því framleiðnivöxtur er undirstaða bættra lífskjara. Til langs tíma geta raunlaun t.d. ekki hækkað umfram framleiðni.

Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði en Ísland er undir meðaltali OECD. Á eftir Íslandi koma m.a. Grikkland, Nýja-Sjáland, Portúgal og Pólland.

Smelltu til að stækka!

Ef framleiðni einstakra atvinnugreina á Íslandi er skoðuð má sjá að framleiðni er mest í fiskveiðum, tvöfalt meiri en meðaltal allra atvinnugreina. Fjármálaþjónusta og tryggingar koma þar á eftir en fiskiðnaður er í þriðja sæti.

Framleiðni 2.jpg

Deloitte, LÍÚ, SF og SA að Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Þar verða málefni sjávarútvegsins rædd frá ýmsum hliðum. Afkoma greinarinnar 2013, þjóðhagslegt mikilvægi, nýsköpun, markaðsmál, rannsóknir og þróun og girnilegur matur verður m.a. til umfjöllunar.

Upplýsingar um dagskrá og skráningu má nálgast á vef SA.