Efnahagsmál - 

27. janúar 2006

Framkvæmdirnar hafa valdið þáttaskilum á Austurlandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Framkvæmdirnar hafa valdið þáttaskilum á Austurlandi

Landshluti sem var í mikilli vörn er nú í sókn á mörgum sviðum og framkvæmdirnar vegna álvers á Reyðarfirði hafa þannig valdið þáttaskilum á Austurlandi. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Smára Geirssonar, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, á ráðstefnu SA, SI og Samorku - Orkulindinni Ísland.

Landshluti sem var í mikilli vörn er nú í sókn á mörgum sviðum og framkvæmdirnar vegna álvers á Reyðarfirði hafa þannig valdið þáttaskilum á Austurlandi. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Smára Geirssonar, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, á ráðstefnu SA, SI og Samorku - Orkulindinni Ísland.

Löng saga síendurtekinna vonbrigða - til 2003

Smári fjallaði um hvernig umræða um slíka atvinnuuppbyggingu á Austurlandi hófst fyrir meira en 30 árum síðan, og sagði þann tíma sögu sögu síendurtekinna vonbrigða allt til 15. mars 2003 þegar skrifað var undir virkjunar- og álverssamninga. "Þann dag tók Austurland stakkaskiptum," sagði Smári. Svæðið hefði árum saman búið við fækkun starfa, fólksfækkun, lágt fasteignaverð og samdrátt hjá þjónustufyrirtækjum. Eftir undirritun samninganna breyttist hugarfar fólks fyrir austan - bjartsýni, jákvæðni og framkvæmdahugur tóku að hafa áhrif á öllum sviðum mannlífsins.

Framkvæmdir og umsvif

Frá árinu 2003 hefur fólki fjölgað um a.m.k. 2.000 á Austurlandi. Að framkvæmdum loknum er gert ráð fyrir að um 900 ný störf hafi skapast, þar af meirihlutinn svokölluð afleidd störf. Þá er nú gert ráð fyrir að fjöldi nýrra íbúða á svæðinu muni verða um 750, auk annarra umsvifa á sviðum þjónustu og framleiðslu.

Sjá glærur Smára Geirssonar.

Samtök atvinnulífsins