Vinnumarkaður - 

15. Nóvember 2013

Framkvæmdastjórn SA og samninganefnd ASÍ ræddu saman

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Framkvæmdastjórn SA og samninganefnd ASÍ ræddu saman

Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins og samninganefnd Alþýðusambands Íslands komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Um var að ræða fyrsta formlega fund aðilanna í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Á fundinum lagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA áherslu á gerðir verði einfaldir kjarasamningar þar sem samhljómur er milli aðila um að semja til skamms tíma til að byrja með. Hins vegar verði tíminn fram til næsta hausts notaður til að búa í hæginn fyrir næstu samninga sem geti verið til lengri tíma.

Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins og samninganefnd Alþýðusambands Íslands komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Um var að ræða fyrsta formlega fund aðilanna í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Á fundinum lagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA áherslu á gerðir verði einfaldir kjarasamningar þar sem samhljómur er milli aðila um að semja til skamms tíma til að byrja með. Hins vegar verði tíminn fram til næsta hausts notaður til að búa í hæginn fyrir næstu samninga sem geti verið til lengri tíma.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ fór yfir þau samtöl sem verkalýðshreyfingin hefur átt við stjórnvöld og hvernig Alþýðusambandið sér fyrir sér framhald viðræðnanna næstu mánuði.

Í dag sendu forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra heildarsamtökum á vinnumarkaði minnisblað í tengslum við kjaraviðræðurnar á almennum vinnumarkaði og væntanlega samningalotu á opinberum vinnumarkaði. Minnisblaðið er sent fyrir hönd ráðherranefndar um kjarasamninga en sú nefnd var tímabundið sett á laggirnar í ágúst sl. til að hafa yfirsýn yfir og safna upplýsingum um framgang kjarasamninga á almennum og opinberum vinnumarkaði. Til viðbótar við forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra sitja félags- og húsnæðismálaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ráðherranefndinni.

Ráðherranefndin deilir þeirri sýn aðila vinnumarkaðarins að kjarasamningar með áherslu á kaupmátt og hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnir að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Kjarasamningar miðist við að halda verðbólgu í skefjum og framkvæmd þeirra taki einnig mið af því markmiði.

Sjá nánar á vef forsætisráðuneytisins 15.11. 2013

Samtök atvinnulífsins