Efnahagsmál - 

26. september 2011

Framkvæmdastjóri ÍSTAKS: Dýrkeypt að gera ekki neitt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Framkvæmdastjóri ÍSTAKS: Dýrkeypt að gera ekki neitt

Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri ÍSTAKS, var á meðal frummælenda á opnum fundi SA um atvinnumál sem fram fór fyrr í dag. Kolbeinn sagði tekjur fyrirtækisins hér á landi hafi dregist mikið saman undanfarin ár og það væri til marks um erfiða stöðu á innanlandsmarkaði að það hafi ekki verið fyrr en í september sem fyrsti nýi innlendi verksamningur árins hafi verið undirritaður. ÍSTAK hefur brugðist við samdrættinum með því að leita verkefna á erlendum mörkuðum en Kolbeinn segir mikilvægt að hefja uppbyggingu innanlands og snúa þróuninni við. Atvinnuleysi sé að festast í sessi sem afleiðing af "það er öruggast að gera ekki neitt" stefnunni sem sé dýrkeypt.

Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri ÍSTAKS, var á meðal frummælenda á opnum fundi SA um atvinnumál sem fram fór fyrr í dag. Kolbeinn sagði tekjur fyrirtækisins hér á landi hafi dregist mikið saman undanfarin ár og það væri til marks um erfiða stöðu á innanlandsmarkaði að það hafi ekki verið fyrr en í september sem fyrsti nýi innlendi verksamningur árins hafi verið undirritaður. ÍSTAK hefur brugðist við samdrættinum með því að leita verkefna á erlendum mörkuðum en Kolbeinn segir mikilvægt að hefja uppbyggingu innanlands og snúa þróuninni við. Atvinnuleysi sé að festast í sessi sem afleiðing af "það er öruggast að gera ekki neitt" stefnunni sem sé dýrkeypt.

Kolbeinn sagði í þjóðhagsspá treyst á að fjárfestingar atvinnuveganna muni sjá til þess að hagvöxtur fari vaxandi. Aðstæður séu hins vegar erfiðar, mjög háir vextir á Íslandi hamli fjárfestingu og vegna gjaldeyrishafta vilji útlendingar ekki koma með fé til landsins í fangið á óútreiknanlegu ríkisvaldi. Þá sé ekki raunverulegur vilji til þess að hleypa erlendu fé inn í landið og hindranir lagðar fyrir þá sem vilji koma hingað.

Kolbeinn Kolbeinsson.

En hvað er þá til ráða"Við eigum aðeins að laða til okkur erlenda fjárfesta sem deila okkar metnaðarfullu framtíðarsýn og vilja virkja kraftinn í okkur og í landinu okkar - með okkur. Til að tryggja þjóðarsátt um verkefnið, þá eigum við að koma okkur upp "olíusjóði", til dæmis að fyrirmynd Norðmanna, þar sem tekjur þjóðarinnar af auðlindum hennar renna í sameiginlegan sjóð hennar."

Tengt efni:

Glærur Kolbeins (Power Point)

Samtök atvinnulífsins