Efnahagsmál - 

16. september 2011

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: Útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

Phillippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUOROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu) flutti rétt í þessu erindi á opnum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Þar ræddi hann um hagvaxtarhorfur í Evrópu, evruna, stöðu atvinnulífsins, og leiðir til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í álfunni og bæta lífskjör. Ræða Philippe de Buck hefur nú verið birt á vef SA en þar lagði hann meðal annars mikla áherslu á útflutningsdrifinn hagvöxt og sköpun nýrra starfa í einkageiranum ásamt því að ná aukinni hagkvæmni og sjálfbærni í rekstri hins opinbera. Um 200 manns sóttu fundinn.

Phillippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUOROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu) flutti rétt í þessu erindi á opnum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Þar ræddi hann um hagvaxtarhorfur í Evrópu, evruna, stöðu atvinnulífsins, og leiðir til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í álfunni og bæta lífskjör. Ræða Philippe de Buck hefur nú verið birt á vef SA en þar lagði hann meðal annars mikla áherslu á útflutningsdrifinn hagvöxt og sköpun nýrra starfa í einkageiranum ásamt því að ná aukinni hagkvæmni og sjálfbærni í rekstri hins opinbera. Um 200 manns sóttu fundinn.

Frá fundi SA og SI á Hótel Nordica

Nánar verður fjallað um efni fundarins á vef SA en í umræðum að loknu erindi de Buck tóku þátt Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fundarstjóri var Vilhjálmur Egilsson. 

Frá umræðum á fundi SA og SI

Tengt efni:

Ræða Philippe de Buck á fundi SA og SI 16. september 2011

BUSINESSEUROPE eru stærstu samtök sinnar tegundar í Evrópu og málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja sem flest eru lítil eða meðalstór. Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 41 atvinnurekendasamtök frá 35 löndum, þar á meðal Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.

Umfjöllun fjölmiðla:

Viðtal við de Buck í Fréttablaðinu 16. september 2011

mbl.is um erindi de Buck 16. september 2011


mbl.is um innlegg Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 16. september 2011


Fréttastofa RÚV 16. september - smelltu til að hlusta


Fréttastofa RÚV 17. september - smelltu til að hlusta

Samtök atvinnulífsins