19. apríl 2022

Framhald viðspyrnustyrkja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Framhald viðspyrnustyrkja

Síðastliðinn miðvikudag, 13. apríl, var opnað fyrir móttöku á framhalds-viðspyrnustyrkjum skv. lögum nr 16/2022. Nú er mögulegt að sækja um styrki til og með mars 2022 en auk þess er umsóknarfrestur vegna ágúst – nóvember 2021 framlengdur. Umsóknir þurfa að berast eigi síðast en 30. júní 2022.

Sótt er um fyrir einn mánuð í senn á vefsíðu Skattsins, www.skattur.is . Tekjufall í hverjum almanaksmánuði þarf að nema a.m.k. 40% miðað við viðmiðunartekjur frá 2019. Skilyrði vegna styrkjanna hafa verið útvíkkuð vegna seinni hluta tímabilsins, en skilyrði styrkjanna eru eftirfarandi:

  • Tímabilið ágúst-nóvember 2021; starfsemi þarf að hafa hafist fyrir 1. október 2020 og rekstraraðili má ekki hafa verið í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019.
  • Tímabilið desember 2021 til mars 2022; starfsemi þarf að hafa hafist fyrir 1. desember 2021 og rekstraraðili má ekki hafa verið í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 1. ágúst 2021.

Ljúka þarf umsókn fyrir hvern mánuð áður en hafist er handa við umsókn næsta mánaðar. Ítarlegar leiðbeiningar má finna á vefsíðu Skattsins en auk þess veita sérfræðingar VInnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins félagsmönnum aðstoð og veita upplýsingar varðandi úrræði stjórnvalda.

Samtök atvinnulífsins