Vinnumarkaður - 

25. September 2003

Frakkar hætta við styttingu vinnuvikunnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Frakkar hætta við styttingu vinnuvikunnar

Frakkar hyggjast breyta nokkurra ára gömlum lögum sem kveða á um að vinnuvikan skuli vera 35 klukkustundir. Lögin voru sett af þáverandi ríkisstjórn sósíalista og eru þau einu sinnar tegundar innan ESB. Lagasetningin mætti frá upphafi mikilli gagnrýni atvinnurekenda, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun telja 67% þjóðarinnar að lögin hafi ekki náð meginmarkmiði sínu, að draga úr atvinnuleysi. Þá töldu svarendur að löggjöfin væri fyrirtækjum erfið og þvingaði þau jafnvel til að flytja starfsemi sína úr landi.

Frakkar hyggjast breyta nokkurra ára gömlum lögum sem kveða á um að vinnuvikan skuli vera 35 klukkustundir. Lögin voru sett af þáverandi ríkisstjórn sósíalista og eru þau einu sinnar tegundar innan ESB. Lagasetningin mætti frá upphafi mikilli gagnrýni atvinnurekenda, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun telja 67% þjóðarinnar að lögin hafi ekki náð meginmarkmiði sínu, að draga úr atvinnuleysi. Þá töldu svarendur að löggjöfin væri fyrirtækjum erfið og þvingaði þau jafnvel til að flytja starfsemi sína úr landi.

Tilbúnir til að fækka frídögum
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru 36% frönsku þjóðarinnar reiðubúin til að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags, sem var 39 klukkustunda vinnuvika, og önnur 18% eru a.m.k. reiðubúin til að gera þá breytingu tímabundið. Loks segjast tveir þriðju svarenda vera reiðubúnir til að fækka árlegum frídögum um einn.

Um þetta má m.a. lesa nánar á fréttavef Financial Times, og í fréttabréfi sænsku samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins