Fréttir - 

17. október 2019

Frá Þjóðarsátt til Lífskjarasamnings

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Frá Þjóðarsátt til Lífskjarasamnings

Í dag kemur út ný bók Guðmundar Magnússonar þar sem rakin er áhugaverð saga vinnumarkaðar og efnahagslífs síðustu tveggja áratuga frá því Samtök atvinnulífsins voru stofnuð 15. september 1999. Í bókinni er jafnframt að finna snarpa samantekt úr fyrri bók Guðmundar um sögu VSÍ, annars forvera SA, Frá kreppu til þjóðarsáttar – saga VSÍ 1934-1999.

Í dag kemur út ný bók Guðmundar Magnússonar þar sem rakin er áhugaverð saga vinnumarkaðar og efnahagslífs síðustu tveggja áratuga frá því Samtök atvinnulífsins voru stofnuð 15. september 1999. Í bókinni er jafnframt að finna snarpa samantekt úr fyrri bók Guðmundar um sögu VSÍ, annars forvera SA, Frá kreppu til þjóðarsáttar – saga VSÍ 1934-1999.

Áhugafólk um vinnumarkað og efnahagsmál ætti ekki að láta bókina fram hjá sér fara en gestir Ársfundar atvinnulífsins 2019, sem haldinn er í dag, fá bókina að gjöf. Frá Þjóðarsátt til Lífskjarasamnings. Samtök atvinnulífsins 1999-2019 er heiti nýju bókarinnar.

Hægt er að skrá þátttöku á Ársfund atvinnulífsins hér að neðan þar til síðustu sætin verða skipuð. Fundurinn fer fram í Eldborg í Hörpu kl. 14-16 og dagskrá má nálgast hér.

SKRÁNING

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins