Forseti Evrópusamtaka atvinnulífsins endurkjörinn

Ernest-Antoine Seilliére var í dag endurkjörinn forseti Evrópusamtaka atvinnulífsins, BUSINESSEUROPE, á fundi formanna aðildarsamtaka BUSINESSEUROPE í Berlín. Seilliére var kjörinn til næstu tveggja ára og hlaut hann einróma kosningu 39 aðildarsamtaka BUSINESSEUROPE, þ.á.m. SA og SI. Annað kjörtímabil Seilliére sem forseta hefst þann 1. júlí en hann sagðist þakklátur því mikla trausti sem honum væri sýnt. Evrópskt efnahagslíf væri á réttri leið og sú uppsveifla sem nú væri til staðar veitti Evrópusambandinu ný tækifæri til að aðlaga sig að þeim áskorunum sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Vefur BUSINESSEUROPE