1 MIN
Forsetaskipti hjá UNICE
Þann 1. júlí verða forsetaskipti hjá UNICE, Evrópusamtökum atvinnulífsins, en þá lætur George Jacobs af embætti og við tekur Jürgen F. Strube. Jacobs hefur verið forseti UNICE frá árinu 1998. Hann er umsvifamikill atvinnurekandi í Belgíu, stjórnarformaður UCB samsteypunnar sem er stærsti efnaframleiðandi landsins. Jacobs var áður formaður belgíska vinnuveitendasam-bandsins, FEB. Undir venjulegum kringumstæðum sitja forsetar UNICE í mesta lagi tvisvar sinnum tvö ár en vegna sérstakra aðstæðna gegndi Jacobs embættinu í fimm ár.
Þann 1. júlí verða forsetaskipti hjá UNICE, Evrópusamtökum atvinnulífsins, en þá lætur George Jacobs af embætti og við tekur Jürgen F. Strube. Jacobs hefur verið forseti UNICE frá árinu 1998. Hann er umsvifamikill atvinnurekandi í Belgíu, stjórnarformaður UCB samsteypunnar sem er stærsti efnaframleiðandi landsins. Jacobs var áður formaður belgíska vinnuveitendasam-bandsins, FEB. Undir venjulegum kringumstæðum sitja forsetar UNICE í mesta lagi tvisvar sinnum tvö ár en vegna sérstakra aðstæðna gegndi Jacobs embættinu í fimm ár.
Stjórnarformaður BASF
Jürgen F. Strube er þekktur í evrópsku viðskiptalífi. Hann er doktor í lögum frá háskólanum í Munchen og stjórnarformaður þýsku viðskiptasamsteypunnar BASF. Hann hefur um árabil verið virkur þátttakandi í samtökum vinnuveitenda, bæði í Þýskalandi og á Evrópu og alþjóðavettvangi.
Samtök atvinnulífsins eiga aðild að UNICE.