Vinnumarkaður - 

29. febrúar 2016

Forsendur kjarasamninga hafa staðist

Kjarasamningar

Kjarasamningar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Forsendur kjarasamninga hafa staðist

Það er sameiginlegt mat Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands að meginforsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá 29. maí 2015 hafi staðist, að teknu tilliti til samninga sem aðilar hafa síðan gert. SA og ASÍ hafa jafnframt gert samkomulag um að fresta skoðun á efndum ríkisstjórnar Íslands í húsnæðismálum til ársins 2017, en samhliða undirritun kjarasamninganna síðasta sumar kynnti ríkisstjórnin viðamiklar aðgerðir til að greiða fyrir gerð þeirra.

Það er sameiginlegt mat Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands að meginforsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá 29. maí 2015 hafi staðist, að teknu tilliti til samninga sem aðilar hafa síðan gert. SA og ASÍ hafa jafnframt gert samkomulag um að fresta skoðun á efndum ríkisstjórnar Íslands í húsnæðismálum til ársins 2017, en samhliða undirritun kjarasamninganna síðasta sumar kynnti ríkisstjórnin viðamiklar aðgerðir til að greiða fyrir gerð þeirra.

Fyrr í dag, 29. febrúar, fundaði forsendunefnd samninganefndar aðildarsamtaka ASÍ og SA skv. kjarasamningum aðila frá maí til september 2015 og komst að eftirfarandi niðurstöðu:

1. Efndir ákvæða í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, dags. 28.5. 2015

Forsendunefndin telur, að teknu tilliti til samkomulags aðila um að fresta skoðun á efndum í húsnæðismálum, að þessi forsenda hafi í meginatriðum staðist.

2. Mat á því hvort sú launastefna og þær launahækkanir sem í samningnum fólust hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningsgerð á vinnumarkaði

Kjarasamningarnir frá því í maí til september byggðu á þeirri launastefnu að hækka þá tekjulægstu sérstaklega og gekk það í meginatriðum eftir í öðrum kjarasamningum gagnvart sambærilegum hópum. Þegar tillit er tekið til þessa og annarra þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið frá maí 2015 telur nefndin þessa forsendu standast.

3. Aukinn kaupmáttur á samningstímanum

Að teknu tillit til þess að kaupmáttur launa í ársbyrjun 2016 er umtalsvert meiri en við gerð kjarasamninga telur nefndin þessa forsendu standast.

Samtök atvinnulífsins