Efnahagsmál - 

04. október 2010

Forsendur fjárlagafrumvarpsins úreltar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Forsendur fjárlagafrumvarpsins úreltar

"Forsendur fjárlagafrumvarpsins eru að mörgu leyti úreltar og staðan veikari en gengið er út frá," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. "Við fyrstu sýn kemur það okkur hjá Samtökum atvinnulífsins á óvart að byggt sé á forsendum þjóðhagsspár Hagstofunnar frá því í júní." Síðan í júní hafi forsendur verið endurmetnar og til dæmis sé minni hagvexti spáð á næsta ári samkvæmt áætlun Seðlabankans frá því í ágúst.

 "Forsendur fjárlagafrumvarpsins eru að mörgu leyti úreltar og staðan veikari en gengið er út frá," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. "Við fyrstu sýn kemur það okkur hjá Samtökum atvinnulífsins á óvart að byggt sé á forsendum þjóðhagsspár Hagstofunnar frá því í júní." Síðan í júní hafi forsendur verið endurmetnar og til dæmis sé minni hagvexti spáð á næsta ári samkvæmt áætlun Seðlabankans frá því í ágúst.

Þetta kemur fram á fréttavef Morgunblaðsins 3. október en þar segir m.a.:

Hannes segir flest benda til þess að forsendur frumvarpsins verði endurmetnar þegar ný þjóðhagsspá berist í nóvember. Þær verði þá væntanlega eitthvað verri en gengið sé út frá nú.

Slæm áhrif á fjárfestingar
"Fyrirhugaðar hækkanir á fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti fyrirtækja slær okkur einnig illa því þær munu að líkindum hafa slæm áhrif á fjárfestingar sem er nú þegar í sögulegu lágmarki," segir Hannes. Nauðsynlegt sé að fá fjárfestingar í gang því þannig skapist ný störf og viðsnúningur í efnahagslífinu.

Hannes segir frumvarpið að öðru leyti í samræmi við þá langtímaáætlun sem um hafi verið samið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Stefnt sé að jákvæðum frumjöfnuði á næsta ári og ljóst að árið 2011 verði erfiðasta árið hingað til.

Samtök atvinnulífsins