Formannskjör Samtaka atvinnulífsins 2016

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2016-2017 stendur nú yfir meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og forstjóri Icelandair Group, gefur áfram kost á sér en hann tók við formennsku í Samtökum atvinnulífsins árið 2013.

Félagsmenn SA hafa fengið send lykilorð í pósti til að taka þátt í formannskjörinu. Hægt er að kjósa til kl.9.00 fimmtudaginn 7. apríl en aðalfundur SA 2016 hefst í Húsi atvinnulífsins kl. 11.30 sama dag. Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna.

Félagsmenn SA geta kosið hér í formannskjörinu

Framkvæmd kosningarinnar er í höndum Outcome-kannana. Fyrirspurnir og óskir um aðstoð sendist í tölvupósti á konnun@outcomekannanir.is.

Ársfundur atvinnulífsins 2016 fer fram í Hörpu að afloknum aðalfundi SA og hefst opin dagskrá kl. 14 og stendur til kl. 16.

Sérstakur gestur fundarins er Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics en einnig ávarpa fundinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.

Yfirskrift fundarins er Fíllinn í herberginu. Að loknum fundi kl. 16-17 fer fram Netagerð við höfnina með tónlist og tilheyrandi.

undefined

Smelltu hér til að skrá þig