Fréttir - 

19. mars 2015

Formannskjör Samtaka atvinnulífsins 2015

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Formannskjör Samtaka atvinnulífsins 2015

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2015-2016 er hafin meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og forstjóri Icelandair Group, gefur áfram kost á sér en hann tók við formennsku í Samtökum atvinnulífsins árið 2013. Félagsmenn SA hafa fengið send lykilorð í pósti til að taka þátt í formannskjörinu. Hægt er að kjósa til kl.9.30 fimmtudaginn 16. apríl en aðalfundur SA 2015 hefst í Húsi atvinnulífsins kl. 11.30 sama dag. Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna.

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2015-2016 er hafin meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og forstjóri Icelandair Group, gefur áfram kost á sér en hann tók við formennsku í Samtökum atvinnulífsins árið 2013. Félagsmenn SA hafa fengið send lykilorð í pósti til að taka þátt í formannskjörinu. Hægt er að kjósa til kl.9.30 fimmtudaginn 16. apríl en aðalfundur SA 2015 hefst í Húsi atvinnulífsins kl. 11.30 sama dag. Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna.

Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu að afloknum aðalfundi SA og hefst opin dagskrá kl. 14 og stendur til kl. 16. Þar  munu SA halda áfram að ræða leiðir til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar á grunni 10/10 stefnumörkunarinnar sem kynnt var á ársfundi atvinnulífsins 2014. Sérstakur gestur fundarins er Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem mun fjalla um reynslu Svía af sambærilegum viðfangsefnum og Íslendingar kljást nú við á sviði vinnumarkaðar og efnahagsmála.

Félagsmenn SA geta kosið hér í formannskjörinu

 

Samtök atvinnulífsins