Fréttir - 

06. Maí 2020

Formannskjör SA er hafið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Formannskjör SA er hafið

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2020-2021 stendur yfir meðal aðildarfyrirtækja SA. Eyjólfur Árni Rafnsson gefur áfram kost á sér sem formaður en hann tók við formennsku samtakanna árið 2017.

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2020-2021 stendur yfir meðal aðildarfyrirtækja SA. Eyjólfur Árni Rafnsson gefur áfram kost á sér sem formaður en hann tók við formennsku samtakanna árið 2017. 

Atkvæði er greitt með því að smella hér og þá birtast Þínar síður Húss atvinnulífsins. Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum. Á Þínum síðum birtist hnappurinn Kjósa í kosningum hjá SA og þá verður atkvæðaseðill aðgengilegur. Einungis er hægt að kjósa einu sinni. 

Á Þínum síðum er einnig hægt að uppfæra upplýsingar um tengiliði fyrirtækis þíns og sjá yfirlit yfir greidd félagsgjöld. 

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2020 hefst kl. 12 miðvikudaginn 20. maí og er á rafrænu formi. Fundargestir fá sendan hlekk á fundinn þegar nær dregur. Á honum verður meðal annars greint frá kjöri formanns og stjórnar SA 2020-2021. Kjörgengir til embættis formanns eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna. 

Nánari upplýsingar um formann SA.

Samtök atvinnulífsins