Efnahagsmál - 

09. febrúar 2011

Formaður SA: Vinna skapar velferð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Formaður SA: Vinna skapar velferð

"Það vekur óneitanlega undrun að í nýlegri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar eru engin markmið um hagvöxt til lengri tíma, engin stefna mörkuð um hvernig skuli hvetja til fjárfestinga og lítið fjallað um atvinnuleysið. Það er nánast látið að því liggja að ástandið sé nú harla gott og enginn ástæða til sérstakra viðbragða. Það getur aldrei orðið ásættanlegt að 14 þúsund manns séu atvinnulausir og að Íslendingar flytjist þúsundum saman úr landi." Þetta sagði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, m.a. á fundi SA um atvinnumál sem nú stendur yfir á Grand Hótel Reykjavík.

"Það vekur óneitanlega undrun að í nýlegri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar eru engin markmið um hagvöxt til lengri tíma, engin stefna mörkuð um hvernig skuli hvetja til fjárfestinga og lítið fjallað um atvinnuleysið. Það er nánast látið að því liggja að ástandið sé nú harla gott og enginn ástæða til sérstakra viðbragða. Það getur aldrei orðið ásættanlegt að 14 þúsund manns séu atvinnulausir og að Íslendingar flytjist þúsundum saman úr landi." Þetta sagði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, m.a. á fundi SA um atvinnumál sem nú stendur yfir á Grand Hótel Reykjavík.

Ræðu Vilmundar má nálgast hér að neðan í heild sinni en hann lagði mikla áherslu á þá staðeynd að vinna skapar velferð:

"Það er viðurkennt að velferðarsamfélagið byggi á öflugu atvinnulífi og sterkum fyrirtækjum. Því leggja ríkisstjórnir á Norðurlöndum áherslu á stöðugleika í starfsumhverfi fyrirtækjanna og að búa þeim samkeppnishæft starfsumhverfi í opnu alþjóðlegu hagkerfi. Til þess að unnt sé að standa undir kröfum um nútímalegt velferðarkerfi verður atvinnulífið að geta sótt fram, fjárfest, skapað ný störf og skilað hagnaði sem skilar sér í auknum tekjum starfsmanna, auknum skatttekjum fyrir hið opinbera og ábata fyrir eigendur fyrirtækjanna sem tekið hafa áhættu og byggt upp öflugan rekstur.

Allt atvinnulífið er samofið og allir geirar þess þurfa að búa við nauðsynlegan stöðugleika. Öll fyrirtæki nýta samskipti sín við viðskiptavinina ásamt hugviti til að skapa nýjar vörur, stunda rannsóknir og þróun, sækja á erlenda markaði og byggja upp til framtíðar. Hugbúnaðarfyrirtækin þjóna sjávarútvegi, orkuframleiðslu og skapandi greinum. Fjárfestingar eru nauðsynlegar til að atvinnulífið haldist samkeppnishæft, án þeirra ganga tæki og tól úr sér, hugbúnaður úreldist og smám saman dragast fyrirtækin aftur úr og missa sína stöðu á markaði. Þetta á jafnt við um sjávarútveg, verslun og þjónustu, hugbúnaðar- og ferðaþjónustufyrirtækin.

Hér á landi höfum við nú í rúm tvö ár búið við verulegt atvinnuleysi sem ekki sér fyrir endann á auk þess sem mikill fjöldi fólks hefur flutt af landi brott. Sú leið sem blasir við til að vinna bug á atvinnuleysinu, hækka kaupmátt, bæta lífskjör og efla velferðarkerfið er að hvatt verði til fjárfestinga í atvinnulífinu með öllum tiltækum ráðum. Skapaður verði stöðugleiki og jákvætt umhverfi fyrir atvinnulífið til frambúðar og áhersla lögð á menntun og nýsköpun. Þetta er besta og um leið fljótvirkasta leiðin út úr kreppunni.  Þetta er atvinnuleiðin."

Ræða Vilmundar Jósefssonar á fundi SA 9. febrúar 2011

Nánari umfjöllun um  fundinn hér á vef SA í dag og á morgun.

Tengt efni:

Umfjöllun í hádegisfréttum RÚV 9. febrúar 2011

Umfjöllun í hádegisfréttum Bylgjunnar 9. febrúar 2011

Samtök atvinnulífsins