Efnahagsmál - 

09. nóvember 2012

Formaður SA: Ósjálfbærar skattabreytingar ganga nærri skattstofnum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Formaður SA: Ósjálfbærar skattabreytingar ganga nærri skattstofnum

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, flutti ávarp á opnum fundi SA um skattamál atvinnulífsins föstudaginn 9. nóvember í Hörpu. Ávarpið mun nú lesa á vef SA:

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, flutti ávarp á opnum fundi SA um skattamál atvinnulífsins föstudaginn 9. nóvember í Hörpu. Ávarpið mun nú lesa á vef SA:

"Skattamál eru eitt helsta áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins. Sífelldar breytingar á sköttum koma illa við fyrirtækin og kalla stöðugt fram viðbrögð. Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðan þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og þeir geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA.

SA sömdu við ríkisstjórnina á sínum tíma um hvert skyldi verða hlutfall annars vegar niðurskurðar og hins vegar skattahækkana til að koma böndum á rekstur ríkissjóðs. Nú ætlar ríkisstjórnin að efna til 20 milljarða króna útgjalda umfram þetta á kosningaárinu 2013.

Afleiðingin er sú að aflið er sogið úr atvinnulífinu. Í stað þess að leggja áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi fyrirtækjanna er ráðist fram með nýja skatta og hækkun þeirra án nokkurs tillits til afleiðinganna. Dregið er úr getu atvinnulífsins til að fjárfesta, ráða fólk, skapa ný verðmæti, vinna að úrbótum í umhverfismálum og hugsa til langs tíma. Það dregur hægar en ella úr atvinnuleysinu og verr gengur að bæta lífskjör alls almennings í landinu.

Þannig munu skammtímasjónarmið verða til þess að draga úr skatttekjum ríkissjóðs til lengri tíma litið.

Yfirskrift fundarins er "Ræktun eða rányrkja?" en það liggur ljóst fyrir hver stefnan hefur verið undanfarin ár. Engum myndi líðast að umgangast stofna í lífríkinu á sama hátt og stjórnvöld beita skattatækjum sínum. Það leiðir einungis til þess að viðkoma stofnana bregst og árlegur afrakstur mun dragast saman. Þessi hugsunarháttur er eins fjarri hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og hugsast getur og væri betur að stjórnmálamenn umgangist fyrirtækin og atvinnulífið af virðingu."

Tengt efni:

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA NÝTT RIT SA UM SKATTAMÁL ATVINNULÍFSINS (PDF)

Skattarit SA 2012 - forsíða

Samtök atvinnulífsins