Efnahagsmál - 

26. september 2011

Formaður LÍÚ: Hægt að skapa hundruð nýrra starfa ef óvissu um sjávarútveginn verður eytt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Formaður LÍÚ: Hægt að skapa hundruð nýrra starfa ef óvissu um sjávarútveginn verður eytt

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ - Landssambands íslenskra útvegsmanna, var á meðal frummælenda á opnum fundi SA um atvinnumál sem fram fór fyrr í dag. Þar sagði hann m.a. að ef óvissunni um sjávarútveginn yrði eytt þá myndu fljótt skapast hundruð starfa í fjölda atvinnugreina. Auðvelt væri að ryðja þeirri hindrun úr vegi. "Rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna gengur almennt vel og því ættum við að vera að fjárfesta af krafti með tilheyrandi margfeldisáhrifum á hagkerfið. Þess í stað hefur ríkisstjórnin komið málum þannig að fjöldi fólks gengur um atvinnulaust," sagði Adolf.

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ -  Landssambands íslenskra útvegsmanna, var á meðal frummælenda á opnum fundi SA um atvinnumál sem fram fór fyrr í dag. Þar sagði hann m.a. að ef óvissunni um sjávarútveginn yrði eytt þá myndu fljótt skapast hundruð starfa í fjölda atvinnugreina. Auðvelt væri að ryðja þeirri hindrun úr vegi. "Rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna gengur almennt vel og því ættum við að vera að fjárfesta af krafti með tilheyrandi margfeldisáhrifum á hagkerfið.  Þess í stað hefur ríkisstjórnin komið málum þannig að fjöldi fólks gengur um atvinnulaust," sagði Adolf.

Adolf sagði að allt frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð vorið 2009 og  setti fram stefnu sína um svokallað fyrrningarleið hafi íslenskur sjávarútvegur verið í uppnámi. Hann gagnrýnir harðlega að enginn úr atvinnugreininni hafi verið fenginn að málum og engin fræðileg úttekt gerð á afleiðingum lagafrumvarps ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða áður en það var lagt fram á Alþingi sl. vor. Með frumvarpinu sé markvisst stefnt að því að gera aflaheimildir útgerðanna verðlausar og færa þær til ríkisins með ómældu tjóni fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og íslenskt efnahagslíf.

Adolf Guðmundsson.

Í erindi sínu sagði Adolf:

"Með fyrningarleiðinni ætlaði ríkisstjórnin að gera aflaheimildir upptækar og selja þær á uppboði. Ekkert mat var lagt á hvaða áhrif þetta hefði á sjávarútveginn eða þjóðarhag.

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte mat áhrif fyrningarleiðarinnar á fyrirtækin og niðurstaðan kom engum á óvart. Það vita allir sem hér eru hvað gerist ef tekjurnar eru teknar frá fyrirtækjum og  einstaklingum en skuldbindingarnar skildar eftir.

Sumarið 2009 var skipuð nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, sem við gáfum nafnið Sáttanefndin.

Nefndin skilaði af sér í september 2010 og niðurstaðan var sú að byggja áfram á aflamarkskerfinu en  að í  stað ótímabundinna afnota af aflaheimildum eins og nú er, yrðu gerðir tímabundnir afnotasamningar á milli útgerðanna og ríkisins.

Við útvegsmenn stóðum að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að hún gangi á stjórnarskrárvarinn rétt okkar. Við teljum afar mikilvægt að friður skapist um þessa mikilvægu atvinnugrein. Við vorum þess fullvissir að við útfærslu á samningunum og öðrum atriðum varðandi fiskveiðistjórnina yrði haft samráð og samvinna við okkur. En annað kom á daginn.

Frá þessum tíma hefur ekkert samráð verið haft við fulltrúa útgerða og fiskvinnslu um málið.

Bréfum okkar til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra þar sem farið var fram á aðkomu að útfærslu á breytingum á lögum um stjórn fiskveiða hefur ekki verið svarað.

Þess í stað megum við hlýða á forsætisráðherrann segjast vera í heilögu stríði um auðlindirnar.  Verði samningaleiðin farin þá gera útgerðarmenn samning við ríkið um tímabundin afnot af aflaheimildum gegn gjaldi. 

Hver er þá eigandinn"

Samtök atvinnulífsins