Efnahagsmál - 

19. maí 2009

Forgangsmál að tryggja atvinnu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Forgangsmál að tryggja atvinnu

Rætt var við formann SA, Þór Sigfússon, í morgunþætti Bylgjunnar í morgun. Tilefnið var stefnuræða forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem flutt var í gær. Þór sagði atvinnulífið hafa miklar áhyggjur af ákveðnum stefnumálum ríkisstjórnarinnar, t.d. boðaðri fyrningarleið í sjávarútvegi sem snerti mikinn fjölda fyrirtækja og hafi í raun nú þegar áhrif á allt atvinnulífið. Mjög alvarlegt sé fyrir heimili og fyrirtæki að ríkisstjórnin finni ekki leiðir til að lækka vexti og styrkja gengi krónunnar.

Rætt var við formann SA, Þór Sigfússon, í morgunþætti Bylgjunnar í morgun. Tilefnið var stefnuræða forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem flutt var í gær. Þór sagði atvinnulífið hafa miklar áhyggjur af ákveðnum stefnumálum ríkisstjórnarinnar, t.d. boðaðri fyrningarleið í sjávarútvegi sem snerti mikinn fjölda fyrirtækja og hafi í raun nú þegar áhrif á allt atvinnulífið. Mjög alvarlegt sé fyrir heimili og fyrirtæki að ríkisstjórnin finni ekki leiðir til að lækka vexti og styrkja gengi krónunnar.

Aðspurður um Evrópumálin sagði Þór skiptar skoðanir innan atvinnulífsins um þau mál en mikilvægt sé að fá á hreint skilyrði fyrir aðild Íslands að ESB. Stærsta málið sé þó að koma hér á pólitískum og efnahagslegum stöðugleika. Ríkisstjórnin verði að setja fram trúverðuga stefnu - ekki síst í ríkisfjármálum. Þá verði að koma í veg fyrir að sköpuð sé óvissa í stórum atvinnugreinum eins og fyrningarleiðin feli í sér.

Varðandi stefnu SA gagnvart heimilunum í landinu sagði Þór mikilvægast að tryggja fólki atvinnu, að séð verði til þess að aðstæður verði með þeim hætti að atvinnulífið geti starfað áfram og fyrirtæki skapað störf. Koma verði í veg fyrir að rangar og skaðlegar ákvarðanir verði teknar þar sem stoðunum verði kippt undan hundruðum og jafnvel þúsundum fyrirtækja.

Formaður SA sagði jafnframt óskandi að sátt náist á Alþingi um brýnustu úrlausnarmál þjóðarinnar í stað þess að þingmenn karpi um það sem minna máli skipti - eins og t.d. bindisskildu og kirkjusókn þingmanna.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan, en einnig var rætt við Þórð B. Sigurðsson, formann Hagsmunasamtaka heimilanna.

Smellið hér til að hlusta 

Samtök atvinnulífsins