Efnahagsmál - 

21. mars 2003

Forgangsatriði að draga úr reglubyrði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Forgangsatriði að draga úr reglubyrði

Ráðgjafarnefnd EES hefur samþykkt ályktun um framkvæmd og eftirfylgni við Lissabon-markmið ESB. Aðild að nefndinni eiga aðilar vinnumarkaðar o.fl. í aðildarríkjum EFTA og fulltrúar Efnahags- og félagsmálanefndar ESB (ECOSOC).

Ráðgjafarnefnd EES hefur samþykkt ályktun um framkvæmd og eftirfylgni við Lissabon-markmið ESB. Aðild að nefndinni eiga aðilar vinnumarkaðar o.fl. í aðildarríkjum EFTA og fulltrúar Efnahags- og félagsmálanefndar ESB (ECOSOC).

Í ályktuninni leggur nefndin áherslu á stuðning sinn við svonefnd Lissabon-markmið ESB, m.a. um sjálfbæra þróun í efnahagslegum, vistfræðilegum og félagslegum skilningi. Nefndin harmar hins vegar þann litla árangur sem orðið hefur í þessum efnum innan ESB. Hún telur vandséð hvernig hægt eigi að vera ná meginmarkmiði Lissabon-fundarins árið 2000, um að ESB verði orðið samkeppnishæfasta hagkerfi veraldar árið 2010. Nefndin leggur m.a. áherslu á mikilvægi símenntunar og segir það forgangsatriði að draga úr reglubyrði atvinnulífsins.

Sjá ályktun ráðgjafafnefndar EES um framkvæmd og eftirfylgni við Lissabon-markmið ESB.

Samtök atvinnulífsins