Samkeppnishæfni - 

28. ágúst 2001

Flutningur á hættulegum varningi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Flutningur á hættulegum varningi

Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 15-17 verður haldinn fundur um flutning á hættulegum varningi í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins í Garðastræti 41. Fundurinn er öllum opinn.

Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 15-17 verður haldinn fundur um flutning á hættulegum varningi í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins í Garðastræti 41. Fundurinn er öllum opinn.


Á fundinum mun Gestur Guðjónsson hjá Olíudreifingu, sem er fulltrúi atvinnurekenda í samstarfshópi á vegum dómsmálaráðuneytisins um flutning á hættulegum varningi um jarðgöng, gera grein fyrir eftirfarandi atriðum:

1. Núgildandi reglur um flutning á hættulegum efnum og öryggisráðgjafa.


2. Framkvæmd reglna um flutning á hættulegum efnum: ökuréttindi, námskeiðahald, merking ökutækja, farmbréf.


3. Flutningur hættulegra efna um jarðgöng: starf samstarfshóps á vegum dómsmálaráðuneytisins um flutning á hættulegum varningi um jarðgöng.


4. Flutningur hættulegra efna um Hvalfjarðargöngin.  Viðbrögð flutningsaðila til að auka öryggi í göngum.


Umræður taka við að kynningu lokinni.

Samtök atvinnulífsins