Vinnumarkaður - 

03. Desember 2003

Flóabandalagið birtir kröfugerð sína

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Flóabandalagið birtir kröfugerð sína

Flóabandalagið - Efling-stéttarfélag, Vlf. Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur - hefur birt kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga. Í kröfugerðinni er gert ráð fyrir að nýr samningur gildi í 24-48 mánuði að því tilskildu að takist að semja um nýtt launakerfi og örugg tryggingarákvæði. Miðað er við að allir launataxtar undir 93.000. kr. verði felldir út við upphaf samnings og nýtt taxtakerfi byggist á þeim grunni. Yfirlýst meginmarkmið félaganna er að gera kjarasamning sem færir launafólki tryggan kaupmáttarauka á samningstímanum án þess að hætta sé á aukinni verðbólgu.

Flóabandalagið - Efling-stéttarfélag, Vlf. Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur - hefur birt kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga. Í kröfugerðinni er gert ráð fyrir að nýr samningur gildi í 24-48 mánuði að því tilskildu að takist að semja um nýtt launakerfi og örugg tryggingarákvæði. Miðað er við að allir launataxtar undir 93.000. kr. verði felldir út við upphaf samnings og nýtt taxtakerfi byggist á þeim grunni. Yfirlýst meginmarkmið félaganna er að gera kjarasamning sem færir launafólki tryggan kaupmáttarauka á samningstímanum án þess að hætta sé á aukinni verðbólgu.

Lægstu laun hækki um 30%
Gert er ráð fyrir að almennar launahækkanir nemi 19,25% á samningstímanum en að innröðun í nýtt launakerfi nemi 2.5%. Miðað er við að hækkun lægstu launa verði 30%. Þá er gerð krafa um að lífeyrisréttindi félagsmanna verði samræmd og aukin til jafns við rétt í stéttarfélögum opinberra starfsmanna, vinnutími styttur úr 40 stundum í 39, orlofsréttur tengdur við starfsgrein og kjarasamning en ekki fyrirtæki o.fl.

Menntamál, séreignasparnaður...
Flóabandalagsfélögin gera í kröfugerðinni ráð fyrir að menntasjóðurinn Starfsafl verði starfræktur áfram og styrktur með 0.3% fræðslugjaldi sem atvinnurekendur greiði. Þá vill Flóinn láta skoða sérstaklega menntunarreikninga sem njóti skattfríðinda eins og séreignarlífeyrissparnaður. Þá er gerð krafa um að framlag atvinnrekenda til séreignarsparnaðar verði hækkað um 1% á samningstímanum.

Mörg önnur atriði eru í kröfugerðinni sem nálgast má í heild sinni á vef Eflingar.

Samtök atvinnulífsins