Vinnumarkaður - 

19. Oktober 2010

Flestir stjórnendur gera ráð fyrir að laun standi í stað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Flestir stjórnendur gera ráð fyrir að laun standi í stað

Ný könnun Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins leiðir í ljós að 52% stjórnenda telja að laun muni standa í stað á næstu 6 mánuðum en 45% telja að laun muni hækka. Samanvegið reikna stjórnendur með að laun hækki um 1,4% að meðaltali á næstu 6 mánuðum. Í flestum atvinnugreinum er reiknað með hækkunum á bilinu 1-1,5%, nema í byggingariðnaði þar sem ekki er reiknað með neinum hækkunum. Lítill munur er á höfuðborgarsvæði og landsbyggð eða eftir því hvort fyrirtækin selji vörur til útlanda eða ekki.

Ný könnun Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins leiðir í ljós að 52% stjórnenda telja að laun muni standa í stað á næstu 6 mánuðum en 45% telja að laun muni hækka. Samanvegið reikna stjórnendur með að laun hækki um 1,4% að meðaltali á næstu 6 mánuðum. Í flestum atvinnugreinum er reiknað með hækkunum á bilinu 1-1,5%, nema í byggingariðnaði þar sem ekki er reiknað með neinum hækkunum. Lítill munur er á höfuðborgarsvæði og landsbyggð eða eftir því hvort fyrirtækin selji vörur til útlanda eða ekki.

62% stjórnenda telja að laun starfsmanna hækki á milli áranna 2009 og 2010 en 31% að laun standi í stað.

Að meðaltali telja stjórnendur að laun hækki um 1,8% milli áranna 2009 og 2010.

Líkt og í fyrri könnunum telja nær allir aðspurðra sig hafa nægt starfsfólk og einungis 8% búa við skort á starfsfólki. Ráðningaráform stjórnenda benda til þess að það syrti í álinn á næstu 6 mánuðum þar sem 25% þeirra hyggjast fækka starfsmönnum en 17% fjölga.

Mikill meirihluti fyrirtækja býr við vannýtta framleiðslugetu þar sem 70% þeirra telja ekkert vandamál að bregðast við óvæntri eftirspurn eða sölu. Nánast allir svarendur búast við því að þetta ástand verði viðvarandi næstu 6 mánuði.

Sjá nánar um könnun Capacent

Samtök atvinnulífsins