Vinnumarkaður - 

31. Desember 2005

Fleiri verða að fylgja á eftir á sömu nótum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fleiri verða að fylgja á eftir á sömu nótum

Laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5% hinn 1. febrúar nk. nái boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Það verður lagt fram er Alþingi kemur saman að nýju hinn 17. janúar nk. og á sama tíma stendur til að fella úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember sl. um að hækka þessi laun um u.þ.b. 8%.

Laun embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5% hinn 1. febrúar nk. nái boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Það verður lagt fram er Alþingi kemur saman að nýju hinn 17. janúar nk. og á sama tíma stendur til að fella úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember sl. um að hækka þessi laun um u.þ.b. 8%.

Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segist í samtali við Morgunblaðið fagna því að ríkisstjórnin skuli markvisst fylgja eftir þeirri afstöðu sinni að það verði að bregðast við þeirri keðjuverkun launahækkana sem hafi verið að byggjast upp undanfarnar vikur. "Stöðugleikinn og trygging kaupmáttar launþega eru í húfi og kaupmátturinn skiptir meira máli en prósentuhækkanir launa sem ekki er innistæða fyrir." Hann bætir því við að framganga ríkisstjórnarinnar í þessu máli sé skýr. Hún ráði þó ekki úrslitum ein og sér. "Fleiri verða að fylgja á eftir á sömu nótum og því verður fróðlegt að fylgjast með því hver framvindan verður á vettvangi sveitarfélaga í næsta mánuði."

Samtök atvinnulífsins