Vinnumarkaður - 

14. Janúar 2010

Fleiri konur til forystu í atvinnulífinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fleiri konur til forystu í atvinnulífinu

Samtök atvinnulífsins hvetja eigendur og stjórnendur fyrirtækja til að nýta vel þau tækifæri sem gefast á komandi vikum, mánuðum og misserum til að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins. Framundan er fjöldi aðalfunda þar sem tækifæri gefast til að auka hlut kvenna í atvinnulífinu en SA telja það bæði nauðsynlegt og skynsamlegt.

Samtök atvinnulífsins hvetja eigendur og stjórnendur fyrirtækja til að nýta vel þau tækifæri sem gefast á komandi vikum, mánuðum og misserum til að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins. Framundan er fjöldi aðalfunda þar sem tækifæri gefast til að auka hlut kvenna í atvinnulífinu en SA telja það bæði nauðsynlegt  og skynsamlegt.

Vorið 2009 skrifuðu SA undir samstarfssamning við FKA - Félag kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráð Íslands um að efla hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs þannig að hlutfall kvenna í forystusveitinni verði ekki undir 40% árið 2013. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi styðja samninginn en Creditinfo mun mæla árangur verkefnisins árlega.

Samtök atvinnulífsins leggjast alfarið gegn því að kynjakvótar á stjórnir fyrirtækja verði bundnir í lög.

Rannsókn Creditinfo frá 2009 sýnir að fyrirtæki sem stofnuð eru af báðum kynjum eru líklegust til að lifa og blandaðar stjórnir karla og kvenna hafa reynst best. Þá eru fyrirtæki síður líkleg til að lenda í vanskilum ef þau eru rekin af konum og arðsemi eigin fjár er meiri í fyrirtækjum þar sem konur eru framkvæmdastjórar.

Vorið 2009 voru konur 19,8% stjórnarmanna hlutafélaga og er hlutdeild kvenna í atvinnulífinu á Íslandi algeng í kringum 20% sem framkvæmdastjórar, stjórnarformenn, stjórnarmenn, prókúruhafar og stofnendur fyrirtækja. Hlutfall kvenna í varastjórnum hlutafélaga er hins vegar 51%.

Þann 10 . febrúar næstkomandi efna SA ásamt fjölda samstarfsaðila til opins fundar á Hótel Nordica þar sem greint verður frá því hvaða leiðir atvinnulífið hyggst fara við að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins.

Yfirskrift fundarins er Virkjum karla og konur - fjölbreytni í forystu.

Sjá nánari upplýsingar um fundinn 10. febrúar hér

Samtök atvinnulífsins