Vinnumarkaður - 

09. desember 2005

Fleiri framhaldsskólanemar ætla í framhaldsnám

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fleiri framhaldsskólanemar ætla í framhaldsnám

Menntamálaráðuneytið hefur kynnt helstu niðurstöður könnunar Rannsókna og greiningar meðal framhaldsskólanema sem gerð var haustið 2004. Fleiri nemendur stefna á framhaldsnám eftir stúdentspróf en áður. Árið 2000 taldi t.d. meirihluti stráka og stelpna það ólíklegt að þau færu í áframhaldandi nám á háskólastigi hérlendis. Árið 2004 er þessu hins vegar þveröfugt farið og meirihluti nemenda stefnir á framhaldsnám í íslenskum háskólum. Mikla breytingu er einnig að finna meðal þeirra sem hyggja á framhaldsnám sem ekki er á háskólastigi að afloknu stúdentsprófi en árið 2000 ætluðu aðeins 5% stráka og um 10% stelpna í slíkt nám. Árið 2004 stefndu hins vegar um 29% stráka og 28% stelpna í þessa átt.

Menntamálaráðuneytið hefur kynnt helstu niðurstöður könnunar Rannsókna og greiningar meðal framhaldsskólanema sem gerð var haustið 2004. Fleiri nemendur stefna á framhaldsnám eftir stúdentspróf en áður. Árið 2000 taldi t.d. meirihluti stráka og stelpna það ólíklegt að þau færu í áframhaldandi nám á háskólastigi hérlendis. Árið 2004 er þessu hins vegar þveröfugt farið og meirihluti nemenda stefnir á framhaldsnám í íslenskum háskólum. Mikla breytingu er einnig að finna meðal þeirra sem hyggja á framhaldsnám sem ekki er á háskólastigi að afloknu stúdentsprófi en árið 2000 ætluðu aðeins 5% stráka og um 10% stelpna í slíkt nám. Árið 2004 stefndu hins vegar um 29% stráka og 28% stelpna í þessa átt.

Strákar frekar tilbúnir að hætta námi
Tæpur helmingur nemenda á höfuðborgarsvæðinu sagðist stefna út á vinnumarkaðinn að afloknu framhaldsskólanámi en fram kemur í könnun Rannsókna og greiningar að þeim hefur fækkað sem telja líklegt að þeir myndu hætta í námi ef þeim byðist gott atvinnutilboð. Meira virðist því þurfa til nú en árið 2000 til að freista framhaldsskólanema frá námi. Strákar eru þó frekar tilbúnir en stelpur til að hætta í skóla bjóðist þeim góð atvinna, 24% stráka á móti 15% stelpna.

Nemendur á höfuðborgarsvæðinu vilja vinna þar eða í útlöndum
Í könnuninni var spurt að því hvar framhaldsskólanemar  teldu tekjumöguleika sína mesta í framtíðinni og hvar yrði auðveldast að fá vinnu. Um tveir þriðju þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu telja höfuðborgarsvæðið vænlegast til tekjuöflunar og telja nær allir sem á því svæði búa að þeim sé annað hvort best borgið þar eða erlendis. Meðal þeirra sem búa á landsbyggðinni telja um 39% að tekjumöguleikar þeirra séu mestir á höfuðborgarsvæðinu, um 32% í öðru þéttbýli og 20% erlendis. Fæstir framhaldsskólanemar sem búa úti á landi vilja hins vegar búa á höfuðborgarsvæðinu og setja sveit, sjávarþorp, annað þéttbýli eða útlönd ofar á óskalistann!

Tengdir vefir:

http://www.rannsoknir.is/

http://www.menntamalaraduneyti.is/

Samtök atvinnulífsins