Vinnumarkaður - 

21. maí 2002

Fjölskylduábyrgð í vegi kvenna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjölskylduábyrgð í vegi kvenna

Danska fjármálaráðuneytið fékk háskólann í Árósum til að rannsaka ástæður lágs hlutfalls kvenna í stjórnunarstöðum innan dönsku stjórnsýslunnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir m.a. að leiðin til stjórnunarstöðu snúist ekki eingöngu um fjölda vinnustunda, heldur einnig um að vera til staðar á réttum tíma. Þar sem konur beri ennþá meiri ábyrgð en karlar á heimilunum hafi þær minni sveigjanleika til að bera, ekki síst seint um eftirmiðdaginn en þá er mest krefjandi verkefnunum oft útdeilt til starfsmanna. Niðurstöðurnar byggja á svörum rúmlega 800 háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna.

Danska fjármálaráðuneytið fékk háskólann í Árósum til að rannsaka ástæður lágs hlutfalls kvenna í stjórnunarstöðum innan dönsku stjórnsýslunnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir m.a. að leiðin til stjórnunarstöðu snúist ekki eingöngu um fjölda vinnustunda, heldur einnig um að vera til staðar á réttum tíma. Þar sem konur beri ennþá meiri ábyrgð en karlar á heimilunum hafi þær minni sveigjanleika til að bera, ekki síst seint um eftirmiðdaginn en þá er mest krefjandi verkefnunum oft útdeilt til starfsmanna. Niðurstöðurnar byggja á svörum rúmlega 800 háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna.

Sjá frétt í netmiðli Politiken.


 

Samtök atvinnulífsins