Vinnumarkaður - 

05. mars 2012

Fjölmörg ný störf í boði á atvinnumessu 8. mars

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjölmörg ný störf í boði á atvinnumessu 8. mars

Samtök atvinnulífsins eru meðal þátttakanda á atvinnumessu sem fram fer í Laugardalshöll, fimmtudaginn 8. mars nk. kl. 10-16. Um er að ræða sameiginlegt framtak atvinnulífsins, stéttarfélaga og stjórnvalda en messan er hluti af átaksverkefninu Vinnandi vegur sem hóf göngu sína 21. febrúar. Markmið átaksins er að fjölga störfum og minnka atvinnuleysi. Sérstök áhersla er á að skapa langtímaatvinnulausum vinnu og stendur fyrirtækjum til boða markverður fjárhagslegur stuðningur í því samhengi. Stefnt er að því að bjóða allt að 1.000 ný störf á messunni.

Samtök atvinnulífsins eru meðal þátttakanda á atvinnumessu sem fram fer í Laugardalshöll, fimmtudaginn 8. mars nk. kl. 10-16. Um er að ræða sameiginlegt framtak atvinnulífsins, stéttarfélaga og stjórnvalda en messan er hluti af átaksverkefninu Vinnandi vegur sem hóf göngu sína 21. febrúar. Markmið átaksins er að fjölga störfum og minnka atvinnuleysi. Sérstök áhersla er á að skapa langtímaatvinnulausum vinnu og stendur fyrirtækjum til boða markverður fjárhagslegur stuðningur í því samhengi. Stefnt er að því að bjóða allt að 1.000 ný störf á messunni.

Á vef verkefnisins er ítarlega fjallað um hvernig ráðning gengur fyrir sig og hvaða skilyrði fyrirtæki þurfa að uppfylla til að taka þátt. Við nýráðningar verður boðið upp á mismunandi leiðir til ráðninga sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

FYRIRTÆKI OG STOFNANIR GETA FJÖLGAÐ STÖRFUM MEÐ ÞVÍ AÐ:

  • Ráða starfsmann sem hefur verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur og fengið 167.176 kr. á mánuði í styrk upp í kjarasamningsbundin laun, auk 8% framlags í lífeyrissjóð. Tímalengd ráðningarstyrks getur verið allt að 12 mánuðir.

  • Ráða starfsmann sem hefur verið án vinnu skemur en 12 mánuði og fengið allt að 6 mánaða styrk sem miðast við bótarétt starfsmannsins upp í kjarasamningsbundin laun, auk 8% framlags í lífeyrissjóð.

Átakið er tímabundið og stendur eingöngu frá 15. febrúar til 31. maí og tekur til ráðninga á því tímabili.

HVERNIG GENGUR RÁÐNING FYRIR SIG?

  • Atvinnurekandi sækir um aðgang að skráningu starfa í grunn verkefnisins. Innan sólarhrings frá því að skráning berst fær atvinnurekandi aðgangsupplýsingar að sínu svæði í kerfinu, en þar er gengið frá öllum skráningum þeirra starfa sem leitað er að fólki í og óskar um leið eftir þjónustu vinnumiðlunar.

  • Ráðningarstofa, í samstarfi við atvinnurekanda, leitar að starfsmönnum sem uppfylla skilyrði atvinnurekanda og hefur milligöngu um starfsviðtöl.

  • Við ráðningu starfsmanns skrifar atvinnurekandi undir þríhliða ráðningarsamning sem gerður er milli atvinnuleitanda, atvinnurekanda og Vinnumálastofnunar (VMST).

  • Vinnumiðlunin vottar samninginn og sendir VMST til staðfestingar.

  • Afgreiðsla styrks er háð því að VMST berist staðfesting á að atvinnurekandi hafi greitt umsamin laun.

Á atvinnumessuna í Laugardalshöll verða boðaðir allir langtímaatvinnuleitendur á höfuðborgarsvæðinu, samtals um 6.000 einstaklingar.

Fyrirtæki sem vilja ráða fólk í gegnum verkefnið er bent á að hafa samband við Hafliða Skúlason hjá Vinnumálastofnun, netfang; hafliði.skulason@vmst.is.

Nánari upplýsingar:

VINNANDI VEGUR - UPPLÝSINGAVEFUR

Tengd umfjöllun á vef SA

Samtök atvinnulífsins