Vinnumarkaður - 

03. september 2007

Fjölmennur fundur um atvinnulíf og loftslagssamninga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjölmennur fundur um atvinnulíf og loftslagssamninga

Nær 100 manns sóttu morgunverðarfund Samtaka atvinnulífsins þar sem Halldór Þorgeirsson fjallaði um atvinnulíf og loftslagssamninga. Halldór sem er forstöðumaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Bonn kom víða við í fyrirlestri sínum og fjallaði um kolefnismarkaði, stöðuna í alþjóðaviðræðum og hvað taki við eftir 2012 og svo framtíðarsýn um hvernig verði dregið úr útstreymi til lengri tíma.

Nær 100 manns sóttu morgunverðarfund Samtaka atvinnulífsins þar sem Halldór Þorgeirsson fjallaði um atvinnulíf og loftslagssamninga. Halldór sem er forstöðumaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Bonn kom víða við í fyrirlestri sínum og fjallaði um kolefnismarkaði, stöðuna í alþjóðaviðræðum og hvað taki við eftir 2012 og svo framtíðarsýn um hvernig verði dregið úr útstreymi til lengri tíma.

Halldór lagði áherslu á að loftslagsvandinn yrði leystur af atvinnulífi með nýrri tækni, rannsóknum og því að efnahagslegir hvatar leiði til hagkvæmra lausna. Mikilvægt er að alþjóðasamningar skapi ramma til langs tíma sem bæði hvetji til fjárfestinga í nýrri tækni og gefi þróunarríkjum tækifæri til þátttöku.

Kynning Halldórs Þorgeirssonar

Samtök atvinnulífsins