Efnahagsmál - 

16. Oktober 2003

Fjölgun starfandi fólks?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjölgun starfandi fólks?

Í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar kemur fram að starfandi fólki fjölgaði um 2.100 frá öðrum ársfjórðungi til þess þriðja, eða úr 159.800 í 162.900. Þessi fjölgun markast mjög af afleysingastörfum sumarfólks og er aukningin einkum í aldurshópnum 16-24 ára. Athyglisvert er að skoða þróunina á vinnumarkaðnum milli ársfjórðunganna hjá þeim sem eru eldri en 25 ára. Þá kemur í ljós að fjölgunin nam einungis 200 störfum, eða úr 133.600 í 133.800.

Í vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar kemur fram að starfandi fólki fjölgaði um 2.100 frá öðrum ársfjórðungi til þess þriðja, eða úr 159.800 í 162.900. Þessi fjölgun markast mjög af afleysingastörfum sumarfólks og er aukningin einkum í aldurshópnum 16-24 ára. Athyglisvert er að skoða þróunina á vinnumarkaðnum milli ársfjórðunganna hjá þeim sem eru eldri en 25 ára. Þá kemur í ljós að fjölgunin nam einungis 200 störfum, eða úr 133.600 í 133.800.

Körlum fækkar, konum fjölgar, yfir 25 ára

Þegar greint er milli kynja kemur í ljós starfandi körlum fækkaði um 500 og starfandi konum fjölgaði um 700. Ekki er mikill munur á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en þó er örlítil fækkun starfandi fólks yfir 25 ára á landsbyggðinni á þessum tíma. Þegar kynjaskipting er skoðuð úti á landi þá kemur í ljós töluverð fækkun starfandi karla en fjölgun starfandi kvenna vegur þá fækkun upp.


 

Samtök atvinnulífsins