Vinnumarkaður - 

06. september 2012

Fjölgar í hópi Global Compact fyrirtækja á Íslandi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjölgar í hópi Global Compact fyrirtækja á Íslandi

Nú hafa 10 aðilar á Íslandi skrifað undir Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um Samfélagsábyrgð. Um er að ræða 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að virða. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta notað Global Compact til að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir samfélagsstefnu sinni. Vaxandi kröfur eru um fyrirtæki geti sýnt fram á með formlegum hætti hver stefna þeirra er á þessu sviði, ýmis stórfyrirtæki gera t.d. slíkar kröfur til birgja sinna - að öðrum kosti leita þau annað.

Nú hafa 10 aðilar á Íslandi skrifað undir Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um Samfélagsábyrgð. Um er að ræða 10 viðmið sem fyrirtæki setja sér að virða. Fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu geta notað Global Compact til að gera viðskiptavinum sínum, birgjum og opinberum aðilum grein fyrir samfélagsstefnu sinni.  Vaxandi kröfur eru um fyrirtæki geti sýnt fram á með formlegum hætti hver stefna þeirra er á þessu sviði, ýmis stórfyrirtæki gera t.d. slíkar kröfur til birgja sinna - að öðrum kosti leita þau annað.

Á þessu ári hafa fjórir nýir aðilar bæst í hóp Global Compact á Íslandi, Festa, Össur, Prentsmiðjan Oddi og ÁTVR. Fleiri eru að hugsa sér til hreyfings og mun án efa fjölga í hópnum á þessu ári.

1.-2. október nk. munu stjórnendur fyrirtækja á Norðurlöndunum sem hafa skrifað undir Global Compact hittast í Kaupmanahöfn og ráða ráðum sínum og verður sambærilegur fundur haldinn í Reykjavík vorið 2013.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður við Global Compact á Íslandi.

Sjá nánar:

Viðmið Global Compact

www.unglobalcompact.org

www.gcnordic.net

Samtök atvinnulífsins