Efnahagsmál - 

07. Apríl 2009

Fjöldagjaldþrot verði stýrivextir ekki lækkaðir

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjöldagjaldþrot verði stýrivextir ekki lækkaðir

Lækka verður stýrivexti hratt til að forðast fjöldagjaldþrot íslenskra fyrirtækja. Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, í samtalið við Fréttablaðið. Vextirnir þurfi helst að fara niður fyrir tíu prósent mjög fljótlega. Hannes segir að stjórnvöld virðist ekki nægilega meðvituð um umfang vanda íslenskra fyrirtækja. Hundruð fyrirtækja rói nú lífróður og gjaldþrotum fjölgi mánuð eftir mánuð.

Lækka verður stýrivexti hratt til að forðast fjöldagjaldþrot íslenskra fyrirtækja. Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, í samtalið við Fréttablaðið. Vextirnir þurfi helst að fara niður fyrir tíu prósent mjög fljótlega. Hannes segir að stjórnvöld virðist ekki nægilega meðvituð um umfang vanda íslenskra fyrirtækja. Hundruð fyrirtækja rói nú lífróður og gjaldþrotum fjölgi mánuð eftir mánuð.

Í Fréttablaðinu kemur fram að verði stýrivextir ekki lækkaðir hratt geti um þriðjungur fyrirtækja á Íslandi lent í miklum vandræðum og jafnvel gjaldþroti. Háir vextir komi í veg fyrir að fyrirtæki geti tekið lán nema til að fleyta sér yfir erfiðasta hjallann. Þær raddir heyrist hins vegar að nægt lausafé sé til í viðskiptabönkunum. Samkvæmt könnun SA eru háir vextir stærsta vandamál fyrirtækja í dag en himinháir vextirnir gera ekkert annað en að auka á þann vanda sem fyrir er.

Hannes segir að þar sem Alþingi hafi stoppað í götin á gjaldeyrishöftunum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti hratt til að forðast fjöldagjaldþrot íslenskra fyrirtækja. "Það versta sem gerist við gjaldþrot er að fyrirtæki sem áttu góða möguleika verða fyrir banvænu höggi vegna gjaldþrots annarra fyrirtækja."

Hannes segist ekki bjartsýnn á að vextir lækki jafn hratt og æskilegt væri miðað við skýringar peningastefnunefndarinnar á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Þá ákvað nefndin að lækka stýrivexti um eitt prósentustig, úr átján prósentum í sautján.

Sjá nánar:

Vefútgáfa Fréttablaðsins 7. apríl 

Samtök atvinnulífsins