Vinnumarkaður - 

15. maí 2009

Fjölbreytni í atvinnulífinu verði aukin

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjölbreytni í atvinnulífinu verði aukin

Samtök atvinnulífsins, FKA - Félag kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráð Íslands telja nauðsynlegt að efla hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs. Á næstu fjórum árum munu þessir aðilar því hvetja til þess og leggja ríka áherslu á að konum í forystusveit íslensks viðskiptalífs verði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns verði ekki undir 40% í lok árs 2013. CreditInfo mun árlega mæla árangur verkefnisins.

Samtök atvinnulífsins, FKA - Félag kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráð Íslands telja nauðsynlegt að efla hlut kvenna í stjórnun íslensks atvinnulífs.  Á næstu fjórum árum munu þessir aðilar því hvetja til þess og leggja ríka áherslu á að konum í forystusveit íslensks viðskiptalífs verði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns verði ekki undir 40% í lok árs 2013. CreditInfo mun árlega mæla árangur verkefnisins.

Skrifað var undir samstarfssamning þessara aðila í dag kl. 17 í Rúgbrauðsgerðinni um leiðir að þessu marki. Fulltrúar stjórnmálaflokka á Alþingi styðja samninginn og skrifuðu jafnframt undir. 

Samningur um aukna fjölbreytni í íslensku atvinnulífi

  Ljósmynd: Björg Vigfúsdóttir


CreditInfo kynnti í dag niðurstöður nýrrar ítarlegara rannsóknar á hlutdeild kvenna í íslensku atvinnulífi.  Þar kemur m.a fram að fyrirtæki eru síður líkleg til að lenda í vanskilum ef þau eru rekin af konum. Arðsemi eigin fjár er meiri í fyrirtækjum þar sem konur eru framkvæmdastjórar. Fyrirtæki sem stofnuð eru af báðum kynjum eru líklegust til að lifa og í ljós kom að blandaðar stjórnir karla og kvenna hafa reynst best.

Rannsókn CreditInfo má nálgast hér að neðan:

Smellið hér til að sækja rannsóknina

Samtök atvinnulífsins