Vinnumarkaður - 

08. Maí 2008

Fjarvistir vegna veikinda jukust 2007

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjarvistir vegna veikinda jukust 2007

Veikindafjarvistir jukust á árinu 2007 hjá fyrirtækjum sem nota þjónustu Heilsuverndarstöðvarinnar við skráningu og greiningu fjarvista eftir að hafa farið minnkandi árin þar á undan. Starfsmenn voru að meðaltali fjarverandi 8,8 vinnudaga vegna veikinda árið 2007 sem nemur 3,9% af heildarvinnudögum. Starfsmenn á miðjum aldri og eldri eru síður fjarverandi vegna veikinda en yngra starfsfólkið og eru yngri aldurshópar tvöfalt meira frá vinnu en þeir eldri. Yngra fólk er oftar fjarverandi frá vinnu en þeir eldri en skemmri tíma í einu, en langtímafjarvistir fara vaxandi með aldri. Konur fá leyfi vegna veikinda barna í mun meira mæli en karlar og er skiptingin 68% á móti 32%, en hlutur karla fer þó vaxandi. Algengasta ástæða veikindafjarvista eru pestir eða flensur sem skýra fjórðung veikindafjarvista.

Veikindafjarvistir jukust á árinu 2007 hjá fyrirtækjum sem nota þjónustu Heilsuverndarstöðvarinnar við skráningu og greiningu fjarvista eftir að hafa farið minnkandi árin þar á undan. Starfsmenn voru að meðaltali fjarverandi 8,8 vinnudaga vegna veikinda árið 2007 sem nemur 3,9% af heildarvinnudögum. Starfsmenn á miðjum aldri og eldri eru síður fjarverandi vegna veikinda en yngra starfsfólkið og eru yngri aldurshópar tvöfalt meira frá vinnu en þeir eldri. Yngra fólk er oftar fjarverandi frá vinnu en þeir eldri en skemmri tíma í einu, en langtímafjarvistir fara vaxandi með aldri. Konur fá leyfi vegna veikinda barna í mun meira mæli en karlar og er skiptingin 68% á móti 32%, en hlutur karla fer þó vaxandi. Algengasta ástæða veikindafjarvista eru pestir eða flensur sem skýra fjórðung veikindafjarvista.

Veikindafjarvistir 2000-2007 skráðar af Heilsuverndarstöðinni

Í október 2007 birtu Samtök atvinnulífsins á vef sínum í fyrsta sinn niðurstöður um veikindafjarvistir úr gagnasafni Heilsuverndarstöðvarinnar og byggðu þær á gögnum fyrir tímabilið 2000-2006. Nú liggja fyrir upplýsingar vegna ársins 2007 og ná þær til tæplega 13.000 starfsmanna. Niðurstöðurnar í heild má nálgast í grein hér að neðan þar sem er gerð grein fyrir fjarvistum í dögum að meðaltali á starfsmann á ári og hlutfall veikindadaga af virkum vinnudögum er skipt eftir aldri starfsmanna, lengd veikinda og tilefni. Rétt er að nefna að niðurstöðum um 2000-2006 ber ekki nákvæmlega saman við þær sem birtust í greininni í október 2007 vegna betrumbóta á úrvinnslu gagnanna. Vísað er til umfjöllunar í þeirri grein varðandi aðferðir og fyrirvara um marktækni og túlkun.

Á meðfylgjandi mynd má sjá veikindahlutfall og veikindadaga á starfsmanna á tímabilinu 2000-2007. Meðalfjöldi veikindadaga var 8,8 árið 2007 og veikindahlutfallið, þ.e. hlutfall veikindadaga á ári af vinnudögum ársins, var 3,9%.  Þetta er nokkur aukning frá 2006 þegar veikindadagar voru 8,3 að meðaltali og veikindahlutfallið 3,7%.  Veikindadagarnir voru þó færri en á árunum 2000-2003.

Smelltu til að sjá stærri útgáfu


Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Veikindafjarvistir langmestar hjá yngstu starfsmönnunum

Veikindafjarvistir eru áberandi mestar í yngstu aldurshópunum. Veikindadagar eru að meðaltali 14-15 á ári í aldurshópnum 15-30 árs, sem nemur 6-7% vinnudaga. Í aldurshópnum 31-35 ára fækkar veikindadögum niður í 10 að meðaltali á ári og 4,6% veikindahlutfall. Hver fimm ára hópur á aldursbilinu 35-65 ára eru með svipaðan fjölda veikindadaga á ári eða 6-7 og í kringum 3% veikindahlutfall. Elstu starfsmennirnir, 65 ára og eldri eru minnst frá vegna veikinda.

Smelltu til að sjá stærri útgáfu

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Fjölskylduábyrgð karla fer vaxandi

Karlar axla í auknum mæli ábyrgð vegna veikinda barna þó svo að konur axli þá ábyrgð enn sem komið er að stærstum hluta. Fjarvistir vegna veikinda barna voru 6% af fjarvistum í heild á árinu 2007 eða sem nemur hálfum degi á hvern starfsmann á ári að meðaltali. Fjarvistir vegna veikinda barna hafa minnkað jafnt og þétt frá árinu 2003 þegar þær voru 7,3% veikindafjarvista. Hlutur kvenna í fjarvistum vegna veikinda barna var 68% og lækkaði úr 72% árið 2006. Hlutfallið er allnokkuð lægra en það var í byrjun áratugarins þegar það var 74%.

smelltu til að sjá stærri mynd

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Sjá nánar:

Veikindafjarvistir 2000-2007 skv. grunni Heilsuverndarstöðvarinnar

Samtök atvinnulífsins