Efnahagsmál - 

03. Oktober 2006

Fjárlögin: Aga þörf á kosningaári

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjárlögin: Aga þörf á kosningaári

„Frumvarpið er skynsamlega sett upp og ekkert sem kemur á óvart. Afgangurinn er heldur meiri en menn höfðu reiknað með fyrirfram, og ég held það væri mjög gott ef það væri hægt að halda þessu aðhaldi, og ná verðbólgunni niður á næsta ári,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2007. Hann segir eðlilegt að framkvæmdir aukist þegar hægi á og tekist hafi að ná tökum á verðbólgunni, en rétt sé að hafa í huga að kosningaár fari í hönd og stjórnvöld verði að beita sig aga, mikilvægt sé að engar U-beyjur verði á fjárlögunum í þinginu.

„Frumvarpið er skynsamlega sett upp og ekkert sem kemur á óvart. Afgangurinn er heldur meiri en menn höfðu reiknað með fyrirfram, og ég held það væri mjög gott ef það væri hægt að halda þessu aðhaldi, og ná verðbólgunni niður á næsta ári,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2007. Hann segir eðlilegt að framkvæmdir aukist þegar hægi á og tekist hafi að ná tökum á verðbólgunni, en rétt sé að hafa í huga að kosningaár fari í hönd og stjórnvöld verði að beita sig aga, mikilvægt sé að engar U-beyjur verði á fjárlögunum í þinginu.

Samtök atvinnulífsins