Efnahagsmál - 

03. Desember 2012

Fjárlagafrumvarp kyndir undir verðbólgu og minnkar svigrúm til launahækkana

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjárlagafrumvarp kyndir undir verðbólgu og minnkar svigrúm til launahækkana

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, þrengi svigrúm fyrirtækja til að hækka laun þann 1. febrúar í samræmi við kjarasamninga. Jafnframt muni frumvarpið kynda undir verðbólgu með skaðlegum afleiðingum. " Nú á að auka útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Boðskapurinn frá ríkisstjórninni er sá að nú sé hægt að byrja veisluna með útgjöldum til margvíslegra hluta á kostnað atvinnulífsins," segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið í dag um bandorminn, breytingar á lögum sem varða tekjuhlið fjárlaga, sem kynntur var fyrir helgi.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, þrengi svigrúm fyrirtækja til að hækka laun þann 1. febrúar í samræmi við kjarasamninga. Jafnframt muni frumvarpið kynda undir verðbólgu með skaðlegum afleiðingum. " Nú á að auka útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Boðskapurinn frá ríkisstjórninni er sá að nú sé hægt að byrja veisluna með útgjöldum til margvíslegra hluta á kostnað atvinnulífsins," segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið í dag um bandorminn, breytingar á lögum sem varða tekjuhlið fjárlaga, sem kynntur var fyrir helgi.

Vilhjálmur segir að eina leiðin sem fyrirtæki hafi til að mæta þessum nýju sköttum sé að segja upp fólki eða hækka verð, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Með því fari í hönd vítahringur sem ýti undir vaxtahækkanir.

Vilhjálmur segir merki um að farið hafi að hægja á atvinnulífinu í sumar og að stöðnunin haldi áfram

Samtök atvinnulífsins