Fréttir - 

16. október 2015

Fjárfestir þú í bestu hönnun ársins 2015?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjárfestir þú í bestu hönnun ársins 2015?

Fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í grunnstarfsemi sína verður verðlaunað við afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2015. Besta fjárfesting í hönnun 2015 er ný viðurkenning verðlaunanna sem Hönnunarmiðstöð Íslands veitir í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins.

Fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í grunnstarfsemi sína verður verðlaunað við afhendingu Hönnunarverðlauna Íslands 2015. Besta fjárfesting í hönnun 2015 er ný viðurkenning verðlaunanna sem Hönnunarmiðstöð Íslands veitir í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins.

Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenningu fyrir að fjárfesta í bestu hönnun ársins 2015 þurfa að hafa haft hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.

Hægt er að senda inn tilnefningar til miðnættis föstudaginn 24. október.

Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að veita hönnuðum, arkitektum og fyrirtækjum viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Sjá nánar á vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands

Samtök atvinnulífsins