Efnahagsmál - 

21. Oktober 2009

Fjárfestingar í atvinnulífinu lykillinn að endurreisninni (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjárfestingar í atvinnulífinu lykillinn að endurreisninni (1)

Stöðugleikasáttmálinn hangir nú saman á óskhyggjunni einni. Þetta sagði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, á opnum fundi samtakanna um sáttmálann sem fram fór í morgun. Vilmundur sagði lítið hafa miðað í viðræðum aðila að undanförnu en þúsundir starfa væru í hættu vegna aðgerða og aðgerðarleysis stjórnvalda, m.a. skaðlegra skattaáforma. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, fór í ítarlegu máli yfir stöðu mála sem tengjast stöðugleikasáttmálanum og horfurnar framundan.

Stöðugleikasáttmálinn hangir nú saman á óskhyggjunni einni. Þetta sagði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, á opnum fundi samtakanna um sáttmálann sem fram fór í morgun. Vilmundur sagði lítið hafa miðað í viðræðum aðila að undanförnu en þúsundir starfa væru í hættu vegna aðgerða og aðgerðarleysis stjórnvalda, m.a. skaðlegra skattaáforma. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, fór í ítarlegu máli yfir stöðu mála sem tengjast stöðugleikasáttmálanum og horfurnar framundan.

Kynningu Vilhjálms má nálgast hér að neðan en hann sagði m.a. nauðsynlegt að hleypa lífi í fjárfestingar innlendra og innlendra og erlendra aðila til að koma okkur út úr kreppunni. Án þeirra og með gjaldeyrishöftum og háu vaxtastigi skapist raunveruleg hætta á nýrri, enn dýpri kreppu þar sem landsframleiðsla dragist saman um a.m.k. 6% á næsta ári.

Raunveruleg hætta væri á að SA yrðu  knúin til þess að segja kjarasamningum upp í næstu viku vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar á mikilvægum fyrirheitum í  stöðugleikasáttmálanum, þótt enginn ágreiningur sé uppi við ASÍ sem sýnt hefur atvinnulífinu mikinn skilning.

Sjá glærur

Samtök atvinnulífsins