Menntamál - 

27. Janúar 2006

Fjárfesting með þekkingu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjárfesting með þekkingu

Í erindi sínu á ráðstefnu SA, SI og Samorku - Orkulindinni Ísland - fjallaði Gunnar Tryggvason, fjármálastjóri Enex, um þá miklu þekkingu sem tengist orku- og álverum á Íslandi, beint og óbeint, og fjallaði um sögu fyrirtækisins og stærstu verkefni á erlendri grund. Enex er fyrirtæki í eigu fjölda aðila, þar á meðal orkufyrirtækja og verkfræðistofa, sem stofnað var til að samræma aðgerðir eigenda sinna til útflutnings á þekkingu og verðmætasköpunar erlendis í krafti þeirra miklu þekkingar og reynslu sem hér er til staðar á sviði virkjunar vatnsafls og jarðvarma. Fyrirtækið starfar víða um heim að virkjanaframkvæmdum með ráðgjöf eða verktöku annars vegar, eða með því að fjárfesta beint með þekkingunni, þ.e. bjóða í og taka að sér hönnun, byggingu og rekstur orkuvera erlendis.

Í erindi sínu á ráðstefnu SA, SI og Samorku - Orkulindinni Ísland - fjallaði Gunnar Tryggvason, fjármálastjóri Enex, um þá miklu þekkingu sem tengist orku- og álverum á Íslandi, beint og óbeint, og fjallaði um sögu fyrirtækisins og stærstu verkefni á erlendri grund. Enex er fyrirtæki í eigu fjölda aðila, þar á meðal orkufyrirtækja og verkfræðistofa, sem stofnað var til að samræma aðgerðir eigenda sinna til útflutnings á þekkingu og verðmætasköpunar erlendis í krafti þeirra miklu þekkingar og reynslu sem hér er til staðar á sviði virkjunar vatnsafls og jarðvarma. Fyrirtækið starfar víða um heim að virkjanaframkvæmdum með ráðgjöf eða verktöku annars vegar, eða með því að fjárfesta beint með þekkingunni, þ.e. bjóða í og taka að sér hönnun, byggingu og rekstur orkuvera erlendis.

Verkefni tengd framkvæmdum uppá 20 milljarða

Fjallaði Gunnar m.a. um fimm þróunarverkefni í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kína sem fyrirtækið starfar að og er þar um að ræða framkvæmdir að andvirði allt að 400 milljónum Bandaríkjadala samtals, eða tæpra tuttugu milljarða króna. Í þeim tilfellum er fyrirtækið að fjárfesta með þekkingu. Fyrirtækið hefur starfað að verkefnum í um þrjátíu löndum í fimm heimsálfum.

Einnig reifaði Gunnar önnur tækifæri sem ál og orkugeirinn færði fyrirtækjum innanlands, svo sem möguleika á vinnslu hráefna fyrir áliðnan (súráls og forskauta) og frekari úrvinnslu áls.

Sjá glærur Gunnars Tryggvasonar.

Samtök atvinnulífsins