06. júlí 2022

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja

Financial Action Task Force eða FATF heldur utan um lista yfir ríki undir sérstöku eftirliti og teljast áhættusöm, ósamvinnuþýð eða með annmarka á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðuverka. Auk þess heldur Evrópusambandið utan um lista yfir ríki sem sambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd sbr. reglugerð nr. 956/2020.

Í yfirlýsingu FATF frá því í Júní sl. er sérstaklega varað við viðskiptum við Norður-Kóreu og Íran.

Á vef Skattsins má nú finna lista yfir löndin sem um ræðir ásamt nánari upplýsingum um skyldur og ábyrgð fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við þau.

Samtök atvinnulífsins