Efnahagsmál - 

26. janúar 2011

Félagsdómur mun úrskurða um lögmæti verkfallsboðunar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Félagsdómur mun úrskurða um lögmæti verkfallsboðunar

Samtök atvinnulífsins munu láta reyna á lögmæti verkfallsboðunar sem starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum í starfsgreinasambandsfélögunum Afli á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum hafa samþykkt. Málinu verður vísað til félagsdóms. SA líta svo á að samningur við félögin sé ekki sjálfstæður kjarasamningur sem fylgi verkfallsheimild heldur sé hann hluti af aðalkjarasamningi við viðkomandi félög.

Samtök atvinnulífsins munu láta reyna á lögmæti verkfallsboðunar sem starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum í starfsgreinasambandsfélögunum Afli á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum hafa samþykkt. Málinu verður vísað til félagsdóms. SA líta svo á að samningur við félögin sé ekki sjálfstæður kjarasamningur sem fylgi verkfallsheimild heldur sé hann hluti af aðalkjarasamningi við viðkomandi félög.

Í samtali við mbl.is segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, að deilt hafi verið um þetta og nú verði látið reyna á málið fyrir félagsdómi. Hann segir kröfur upp á um 30% hækkun ekki í takti við veruleikann og ekki verði samið um neina verðbólguleið.

Samtök atvinnulífsins